- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
639

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

598 tJM ÍSLENZK MANNANÖFN.

639

Latneska nafnið Magnús (= magnus, mikill), sem nú er eitt
með algengustu karlmannanöfnum hér á landi, er af öðrum
rót-um runnið í fyrstu. Nokkur samsett kvennanöfn, sem hafa á
síðustu tímum myndazt af þessu nafni (Magnús), geta verið
ís-lenzk, þótt þau sé eigi forn, og sum eigi sem liðlegust, t. d.
Magnbjörg, Magndís, Magnfríðr, Magnlaug.

95. -mann — stofninn í maðr, upphaíiega mannr — er
sjaldhaft í norrænum mannanöfnum, og finnast varla önnur nöfn
í fornsögum vorum, er af þeim rótum eru runnin, en Askmaðr,
Lögmaðr og Vestmaðr, og þó öll fátíð, og nú lögð niðr fyrir
löngu. Hjá Dönum og Svíum hefir tíðkazt Manni (V. Th„
0. N., DS.), og ýms nöfn með viðiiðnum -man (se,m hefir verið
blandað saman við viðliðinn -mundr), og munu fiest þeirra vera
komin úr þýzku. Hermann er þýzkt nafn, sem hefir verið farið
að tíðkazt í Danmörku á 12. öld (0. N.), og síðan komizt
hingað (snemma á 15. öld eða fyr, Árb. Esp. II. 18, 64, Safn I,
121). Fáein önnur áþekk nöfn (t. d. Ármann, Kristmann o. fl.)
hittast líka hér og hvar meðal vor, en þau eru ekki eiginlega
íslenzk, og Ármannssaga er engin fornsaga, heldr tilbúningr frá
17. eða 18. öld, tengd við örnefnið Ármannsfell, sem mun af
því dregið, að menn hafa trúað, að ármaðr (álfr eða landvættr)
byggi í fellinu (sjá N. Fél. XIX. 131-136).

96. -marr er altíðr viðiiðr samsettra nafna, og er
upp-haflega sama orð og lýsingarorðið mcerr (hreinn, bjartr, ágætr,
frægr, á gotn. mérs, á fþ. mari). Nöfn af þessum stofni eru nú
fá tíðkanleg meðal vor, en þó linnast þessi á stangli: Bjartinar,
Ingimar, Sigmar, Valdimar (réttara Valdamar), eru þau öll snotr
°g ættu að tíðkast meir en nú gjörist, og eins fleiri af þessum
stofni, t. d. Hróðmar. Hinn fyrsti Valdamarr, er sögur vorar
geta um, var konungr í Garðaríki (980—1015) og fóstrfaðr
Olafs Tryggvasonar, en þá voru norræn nöfn enn tíðkanleg
®eðal höfðingja í Görðum, einkum í konungsættinni, sem var
kynjuð frá Norðrlöndum (»Væringjar«). Hjá Siöfum hljóðaði
Dafn þetta Vladimir eða Volodimir, en það var lagað eptir þeirra
máli, (vlad — volod = vald, eins og grad — gorod = garðr,
en viðliðrinn mir, sem þýðir frið, er algengr í slafneskum
nöfn-UCQ), en að Valdamarr sé upprunalega germanskt nafn, sést á
tví, að það finst hjá fjóðverjum á 8. öld (Waldamar), og hjá
Vestgotum á Spáni á 7. öld (Valdamar(us), sbr. sp. Baldomero).

Valdamari (mikla) Garðakonungi breiddist nafnið út til

41

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0649.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free