- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
671

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

671

hjá niðjum Vagns og ættmönnum Skjálms hins hvita (sjá Scr.
r. Dan.). í Noregi vita menn eigi til að það hafi verið
tíðkan-legt að fornu1), en hér á landi hit’tist það á Sturlunga-öld, og
jafnvel enn í dag, þótt það hafi víst alla jafna verið mjög fátítt hér.
Líklegt er, að það hafi upphaflega staðið í sambandi við fornan
átrúnað og helgisiði í Danmörku, því að Tacitus bendir á, að
vagninn hafi þar um slóðir verið mjög hafðr við helgihöld
(»Nerthus« = Njarðar eða Friggjar) i forneskju, enda er bæði
getið um reið pórs og kerru Freys í Eddu, og væri
Vagns-nafnið þá af líkurn toga spunnið og Bolli, Ketill og fleiri slík
nöfn. En hvað sem um það er, þá er Vagn stutt og laggott
nafn, sem vert væri að tíðka meir en gjört hefir verið hingað til.

145. Yalr var tíðkanlegt karlmannsnafn í fornöld, en er
nú eigi framar haft sem mannsnafn út af fyrir sig, en í
mörg-um samsettum nöfnum er samstafan Val- forliðr. f>egar þau
nöfn eru borin saman við samsvarandi nöfn í öðrum
germönsk-um málum, verðr það ljóst, að hér er um tvo orðstofna að ræða,
ólíka að uppruna og merkingu, þótt þeir sé samhljóða að öðru
í voru máli. Annar kemr fram í orðinu Valr, á forna háþýzku
Walah, á miðþýzku walch, á fe. wealh, er táknar þann, sem er
annarar þjóðar og talar annarlega (ekki germanska) tungu. Svo
nefndu germönsku þjóðirnar ýmsar útlendar þjóðir, er þeir áttu
viðskipti við, og mun þýðing orðsins í upphafi eigi hafa verið
ákveðnari, en hér er bent til, þvi að það var ekki haft um hina
sömu þjóð í öllum germönskum málum. f>jóðverjar kölluðu
ítali þessu nafni (walch, wálsch, Walschland = Ítalía) og
ann-ars líklega alla, sem töluðu rómanska (»valska«) tungu, en
Forn-Englar, sem áttu mest að skipta við Breta, nefndu þá
einnig svo (þar af Wales = Bretland o: hið litla), og forfeðr
vorir á Norðrlöndum kölluðu helzt Vali, þá sem bygðu
norðvestr-hluta Frakklands (Bretagne og Norðmandí), er þeir nefndu
Val-land, og valskt það sem þaðan var. Hinir fornu Gotar í
Dunár-löndunum hafa að öllum líkindum kallað þá nábúa sína Vali

1 í Rd. 18. k. (ísl. fs. II. 39) er getið um 3 bræðr: Vagn, Nafar
(sbr. Nafur Lilj. 1450) og Skefil (sbr. Skef 0. N. árið 1255), og
eru þeir kallaðii’ «austmenn«, en nöfnin benda helzt til, að þeir
hafi verið danskir (fylgdarmenn Haralds konungs gráfeldar? þó
fmst Skefill í Ln. III. 6, V. 10, og Nafvar syðst í Noregi á 15. Öid,
DN. II. 674 o. v.).

43

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0681.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free