- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
718

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

718 RlTGERí) JÓNS GUÐMUNDSSONAR LÆRÐA. 716

kaupmönnum við ofurefli stríða. Björn var nistur við
skreiðar-stakkinn í Rifi og fell þar, en junkæri forleifur komst um síðir
undan með skipvaktarans í Rifi Jóns Trúmanns ráðum etc.1).
J>á voru til erfða junkæri ]?orleifur og jungfrú Solveig, sem lesa
má á Skarði. Hústrú Ólufu stukku ei tár eptir Björn ríka bónda
sinn, þó svo sem glottandi við, en hennar grimma hefnd á
eng-elskum var fáheyrð, hvar hún þá hitti, og lukkaðist altíð.
Duggu-vík heitir í Flatey; þar var eitt skipið upphöggvið2). Hvort hún
deyði utanlands eða innan minnist eg ei3). En Ólufarbyl er við

1 Espólin segir, að Ólöf kona Björns hafi verið í fylgd með honum,
er hann var veginn, en komizt nauðulega undan fyrir
kunnáttu-brellur Ólafs tóna Geirmundssonar (Árb. II 69). Jón Gissurarson
segir, að hún hafi verið stödd á Helgafelli, er hún frétti vig manns
síns (Safn til sögu íslands I 674).

2 í engum íslenzkum bréfum er skýrt frá drápi Björns ríka né
eptir-köstum þess. í útlendum annálum er þessa nokkuð getið t. d. í
Hansakroniku útg. Willebrandt Lubeck 1748 II 187 etc. við ár 1468
er sagt, að Englendingar hafi drepið hirðstjóra konungs á Islandi
og að þeir hafi varpað líkinu í sjóinn («interfectumque in mare
projecerunt») og siðan farið oddi og eldi um góðan hluta
eyjar-innar og rænt vísaeyri konungs (»regium vectigal«). Á öðrum stað
í þýzkri Hansakroniku (sama rit II 226—227) segir svo: >Á þessu
ári (1468) lét Kristján konungur taka nokkra Englendinga fasta og
taka skip þeirra og góss, af því að þeir höfðu árið áður drepið
fó-geta hans á Islandi, en vegna þess. að Englendingar báru það á
Hansamenn, að þeir hefðu veitt sér að þessu. þá voru hinir þýzku
kaupmenn teknir fastir í Lundúnum og öll þeirra «freyheiten,
briefe, siegel und Baarschaft< frá þeim rænt og þar af, ef ekki af
öðru leiddi stríð og skærur milli Hansastaðanna og Englands». I
danskri kroniku. einni fornri (handr. í Gl. kgl. saml. 2482 4to)
stendur við ár 1474: >Samme Aar ved Sancte Hanns Dag
mid-sommertid lod Ivonning Christiern gribe 4 Engelske Skib som kom
fraa Prydsenn lad met mange dyrebar tingester och
Kiobmannd-skab fordi att samme Engelske Skib det Aar tilfornn jhiellslaa
hanns Fogit paa Islandt«. En þetta ár var saminn friður í Útrecht
milli Dana og Engla og meðal annars gert um þetta efni. En í
Hansakronikum (sama rit og fyr II 237—238) er þess enn þá getið,
að Englendingar hafi drepið >den danischen Lehnsmann Börre
Thorlorsen auf Island« og hafi ekki haldið Útrektarsamninginn.
(þetta sem hér er ritað tekið eptir skýrslu frá dr. Jóni
þorkels-syni yngra).

8 það er víst enginn efi á, að Ólöf hefur dáið hér á landi um 1479,
en ekki um 1484, eins og Espólín o. fl. ætla. Skiptabréfið eptir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0728.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free