- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
28

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28

sóla.rljóð

safn v

fagnaðar, ok nú nýtr hann þar eilifs fagnaðar at eilifu með
öllum guðs heilögnm mönnum (Hj. Falk 4. bls.).

Siðalærdómur 2. dœmis virðist vera: Allir jarðneskir
hlutir — auður og heilsa — eru fallvaltir. í 1. dæmi
síndi liöf., að miskunsamur guð er það bjargfasta athvarf,
sem vjer getum reitt oss á. Nú (og í dæmunum sem á
eftir fara) sinir hann hverfulleik jarðneskra hluta (P. Kvad
139.. bls.).

82 rœðr cngi maðr: sbr. Hugsm. 345: (aldrlagi sinu)
rœðr engi maðr. — 84 sœkir: sbr. Gróg. 122—3: ef þik sœkja
kemr frost á fjalli háu. — 85 er minst of varir: sbr.
Fjöl-svinnsmál 205: er fœstan varir, Hugsm. 47B: þá er sizt varir.

92 Unnarr ok Sœvatdi: þessi nöfn koma hvergi firir
annars staðar og eru auðsjáanlega tilbúin af höf. Unnarr
táknar siglingamann (af unnr, ,alda’) eða kaupmann,
Sœ-valdi sjóvíking eða sækonung. Báðir eru hugsaðir sem
auðkifingar. — 93 at þeim mundi heitl hrapa: sbr.
Regins-mál 256: illt es fgr heill at hrapa. — 94 Naktir: s. s.
,blá-snauðir’, sbr. orð Jobs, þegar hann frjettir eignatjón sitt:
Nakinn kom jeg af móðurskauti og nakinn mun jeg aftur
þangað fara (Jobs bók 1, 21). — 95 nœmðir hviuetna:
þ. e. sviftir öllu. Sbr. Eyvindr Háleygjatal ll6,
Sigurð-arkv. meiri 54 (= Brot l4), Goðrkv. forna (II) 37 og
463-4 /hvitinga höfði nœmaj. í því hdr. sem best er talið
(AM. 166 b, 8°) stendur »nœmdir«, enn ef svo er lesið,
verður líka að lesa hvivetna, og svo stóð í hdr., sem Páll
lögmaður Vídalín átti. Flestir lesa nœmir hvervetna, sem
á að þíða sama sem tœkir hvervetna, hjer haft um seka
menn (sbr. vargar í næsta vísuorði), ,sem má taka
hönd-um hvar sem vera skal’. Enn bæði er það, að nœmr
kemur aldrei firir í þessari merkingu, enda veit jeg ekki
til, að sögnin nema, sem nœmr er mindað af, sje liaft
um ,að taka mann fastan’. Jeg held þvi, að leshátturinn
nœmir hvervetna sje afbökun úr nœmðir hvivetna, og er
það hjer auðsjáanlega sett til skíringar, hvernig á því
stendur, að mennirnir vurðu noktira. — 96 runnu sem
vargar til viðar: hugsunin virðist vera: urðu sekir skóg-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0040.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free