- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
43

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 1

sólarljóð

43

ekki vita fyrir hrœzlu; þíðir eiginlega ,vera
meðvitundar-laus’, hjer liklega nokkurn veginn sama og ,vera
högg-dofa eða utan við sig’ (af undrun). — 424 Gylfa: Besta
hdr. (AM. 166 b 8°) hefur Gylfar, hinir leshættirnir eru
auðsjáanlega ekki annað enn afbakanir af því. Þetta
Gylfar er að minni higgju annaðhvort beint ritvilla firir
■Gyifa, eignarfall af Gylfi, eða önnur mind sama
eignar-falls, dregin af annari beigingu (heteroklitisk mind)1),
eins og nefnifallið væri Gylfr (Gylfir kemur firir t. d. í
Konráðs rímum VIII 491 og Gylfra völlr er sjórinn
kendur í Ólafsrímum B III 24 [F. J. Bimnasafn I 196.
bls.|). Með þvi móti fæst mjög einföld og eðlileg skíring:
Gylfa(r) straumar er .hafið’, kenningin samsett i líking við
Hylfa röst hjá Þórði Særekss. (hvort sem röst er þar haft
upphaflega í merkingunni ,land’ eða .straumur’) —
ann-ars kemur Gylfir beinlínis firir í þíðingunni sjór i gömlum
rímum (slengt saman við Ægi), sjá K. Gísl. Efterl. skr. II
200. bls. — 426 grenjuðu: um brimhljóðið, sbr. Bisk. II
4919: boðaföll grenja á bœði borð; á annan veg: uppi, rjett
firir ofan hatllötinn, geislar sólin; »ó annan veg<.(, niðri,
undir sólinni, grenjar hafið. — 426 blandnir mjök við blóð:
þ- e. með hinu rauða litaskrauti sólarlagsins (sbr. 402).

431-3 Sól — skjálfandi: = jeg sá sólina skjálfandi á
sjonum. Mælandinn heldur áfram sólarlags-Iísingunni. Aðan
sast sólin ljóma rjett firir ofan hafílötinn, nú hvilir hún á
naffletinum — og sinist skjálfa á honum, enn svo sínist
llestum, þegar þeir horfa í sólina um sólarlagið. Orðin á
sjónum standa i öllum handritum, og staðfesta þau til
fulls skiringuna á Gylfa straumar í firra erindi. —
hrœzlu-fullr ok hnipinn: þegar hann sjer sólina skjálfa i
niður-göngu sinni, minnist hann þess, að hann á örskamt eftir,
og fer sjálfur að skjálfa af hræðslu við sindir sínar, að
þær dragi hann til glötunar, sbr. Stokkh. Hom. bls. 16834:
Nú þarf hverr sér at ugga ok vera hrœddr of sik, þvi at
hann veit eigi hvat eptir kemr; hitt er sýnt at eptir illa
at-ferð mun ilt koma, ef eigi verðr hér bœtt innanheims í

1) Sbr. Suiia við hliðina á Surtar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0055.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free