- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
47

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 1 sólarljód 47

stólla virðist þvi ekki geta táknað annað enn liinn firsta
samastað sindugrar sálar eftir dauðann, enn þaö er eftir
hugmindum kaþólskra manna hreinsunareldurinn. Ef svo
er skirt, þá verður líka þetta erindi beint áframhald af
hugsuninni í 50. erindi, og stiður það skíringuna. Þar
var sínt, hve nauðsinlegt væri að hreinsa sig af sindum
þegar i þessu lifi og að mælandinn hefði ekki gert það.
Bein afleiðing af þvi er það, að sál hans verður að
dvelja um stund i hreinsunareldi til að hreinsast af
sindum. Líka kemur það vel lieim, ef »norna stóll«. er
hreinsunareldurinn, að þegar sálin iosnar þaðan, þá
birjar þegar langferð hennar um »sigurheima«, sem loks
endar í paradís. Þá er enn, að ef vnorna stólhi. ekki
táknar hreinsunareldinn, þá fæ jeg ekki betur sjeð, enn
að Sólarljóð geti hans hvergi að neinu, því að lísingin á
pislum ranglátra í næsta kalla er auðsjáanlega lising á
kvölum helvítis, enn ekki hreinsunareldsins, eins og Hj.
Falk virðist halda fram. Enn það væri mjög undarlegt, ef
ekki væri minst einu orði á hreinsunareldinn i öðru eins
kvæði og þessu. Jeg tel því vafalaust, að »norna stólt«.
tákni hreinsunareldinn. Enn orðin eru óljós og ervitt að
segja, hvernig höf. hefur hugsað sjer þetta. A þvi getur
þó ekki leikið neinn efi, að höf. hefur hugsað sjer þessar
nornir sem vondar tröllkinjaðar verur (sbr. cjýgjar sól
rjett á eftir), og var liann þar i fullu samræmi við
þjóð-trú sinna tíma, sem gerði allar heiðnar vættir að tröllum,
enda getur verið, að Völuspá 86 8 liafi vakað firir honum
og að hann hafi haldið að þær 3 þursa meyjar, sem þar
er getið, væri .sama sem þær þrjár meyjar, nornirnar,
sem Vsp. 19 segir frá. Líks eðlis eru siðar i kvæðinu
Njarðardæturnar níu. Þær bera sumar tröllkvenna nöfn,
og ef getgáta Rasks við er. 764 hefur hitt hið rjetta, sem
liklegt þikir, þá rennur norna dreyri úr nösum þeim (sjá
athugasemdir mínar við þann stað og IV. þátt allan). Nú
mun jeg síðar sína, að Njarðardæturnar eru
persónugerv-ingar höfuðsinda. Og sjeu þær hugsaðar sem ein sjerslök
tegund norna, virðist liið almenna hugtak nornir geta
táknað sindir ifir höfuð. Hngmindina til þessarar likingar

1

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0059.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free