- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
54

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54

sóla.rljóð

safn v

liaft í higgju Völuspá 28. er.: Alt veilk, Oðinn, hvar þú
auga falt i enum mœra Mimis brunni; drekkr mjöð Mimir
morgin hverjan af veði Valföðrs. Því liggur nærri að
halda, að brunnr Baugregins sje Mimisbrunnur og
Baug-regin (-inn?J = Mímir, enda er þetta forn skiring og nú
siðast haldið fram af Hj. Faik 36.-37. bls. Jeg efast þó
um, að hún sje rjett. Mjer þikir ekki líklegt, að
Sóiar-Ijóðaskáldið hafi sett Mimi, hinn forna jötun, til að ráða
lirir liinum norræna limbus patrum. Til þess gat liann
varla kjörið annan enn Baldr hinn góða. Og nafnið
Baug-regin (-regin hvorugsk. = ,goð’) á ágætlega við
Baldr, því að hann er beint kallaður ,eigandi Draupnis’,
sem Oðinn leggur á bálið með honum, þegar hann er
brendur (Sn.E. I 260. og 176.—178. bls.), enn af Draupni
drupu 8 hringar jafnhöfgir niundu liverja nótt. í Baldrs
draumum 6.— 7. er. sjest það á spurningu Óðins og svari
völunnar, að bæði baugar og mjöður biður Baldrs i
sölum Heljar (Hveim eru bekkir baugum sánir, ftet fagrliga
ftóið guili? — Hér stendr Baldri of brugginn mjöðr, skirar
veigar, tiggr skjöldr yfirj. Þessi staður virðist sjerstaklega
hafa vakað firir höf., þar sem hann setur Baldr ifir
mjöðinn i undirheimum. — Niðja synir koma norðan, og
er það eðlilegt, ef hjer er um sjerstakan norrænan limbus
patrum að ræða (part af hinum almenna?). — Talan sjau
er uppáhaldstaia i Sólarl.: sigurheimarnir eru sjö (523),
ráðavisurnar sjö (sbr. 323), sólarvisurnar sjö — og Niðja
synir sjö. Aðra skíring get jeg ekki gefið á þvi atriði. —
Skáldið hefur ekki liugsað sjer líf hinna heiðnu forfeðra
i undirheimum sem dapurt eða gleðisnautt; þeir gamna
sjer við mjöðinn eins og Einherjar i Valhöliu við
Heið-rúnardropa (Grimnism. 25). Enn nú hverfur kvæðið að
hinum reglulega kvalastað. Hinn norræni limbus patrum
er 1. »hringur« i helviti eftir Sólarl. eins og tilsvarandi
limbus hjá Dante.

571—s: kirð sú, sem lijer kemst á, er auðsjáanlega
hugsuð sem mótsetning við vængjaskak djöflanna i 54.
er. og bein afleiðing af þvi, að Kristur teymir þá (553).
Kirðin stendur, þangað til sálin er komin inn í hinn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0066.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free