- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
61

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

1str. 1

solarljóð

61

við 59. bls.) vakað firir skáidinu, þegar hann kallaði
djöfulinn Herði; það er varla tilviljun að nöfnin eru svo
hljómlík. — 76s organs stóli á: organ þíðir annars það
sem nú er nefnt .orgel’. ,Að sitja á organs stóli’ er þá
auðvitað sama sem að slá eða þeita organið. Annars
táknaði organum á miðöldum lika eins konar .tvisöng’,
þannig lagaðan, að einn söng lagið, enn annar kvint eða
kvart ofar eða neðar (Ambros, Geschichte der musik II
150.—151. bls.); ,sitja á organs stóli’ gæti þá þítt ,að
tvisingja’. Enn hvort sem lijer er átt við organslátt eða
tvísöng, þá er ljóst að tilgangur drósanna er að lokka til
sín mennina með sönglist sinni og draga þá undir sitt
vald (sbr. Alex. s.), sem leiðir til dira helvítis. Höf.
virð-ist hjer hafa liaft í huga söng Sirenanna (Hom. Od. 12,
-39 og 158, sbr. Hor. Sat. 2, 3, 14). — Annars minnir
staðurinn á rökstólana í Völuspá og þularstólinn í Hávam.
111. — 764: Leiðrjetting nauðsinleg sakir stuðlasetningar,
og mjög liklegt, að getgáta Rasks norna hafi hitt á hið
rjetta, sbr. hjer að framan á 47. bls. Norna dregri táknar
það sóttnæmi spillingarinnar, sem breiðist út frá
»norn-unum« til mannanna og vekur hjá þeim hatur (fjónj.

77: jörðin er hjer skoðuð sem eitt slórt skip, sem
Freyja (= lostasemi) rær á; skipið fer þó eigi að eins
firir árum, heldur lika firir seglum, sem hanga föst
jþrumaj á þráreipum, þ. e. reipum holdlegra físta; þau
segl verða seint feld (hiaðitj, því að mennirnir losna seint
við holdlegar fistir. — 77s móðug: .fikin’, .sólgin’, leitt af
móðr, karlk., sem táknar sterka geðshræring, hverju nafni
sem nefnist, og þá einnig sterka girnd. —

78: hjer lætur skáldið föðurinn boða sini sínum
ráðninguna á hjartarhorninu, þ. e. á rúnaletri þvi sem rist
var á hjartarhornið, er Vígdvalinn bar úr haugi. Rúnir
vóru oft ristnar á liorn (Sigrdrifumál 64, Egill Skallagr.
Lausav. 3, F. J. Skjalded. I B 43. bls.); önnur eða dípri
þíðing felst varla i hjartarhorninu. Af þér i 2. visuorði
virðist mega ráða, að hornið sje í eign sonarins niðri á
jarðríki. Af því að rúnaletrið, sem á eftir fer (í 79. og
S0. er.), er auðsjáanlega grafietur ifir þá Sváfr og Sváfr-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0073.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free