- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
63

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 1

sólarljóð

63

undan, heldur enn á eftir, hverjii. Böl táknar hjer .sind’
(sbr. Konr. Gislason, Njála II 643.—644. bls.). Hugsunin
er: þeir Sváfr og Sváfrlogi liafa drígt allar höfuðsindir.
Nöfnin virðast leidd af sofa og tákna andvaraleisi þeirra
fjelaga (sbr. órœkðar svefn í Stokkh. Hom. 67u og 151?).
— I síðari visuhelmingnum felst siðalærdómurinn: Ef
menn selja sig undir vald höfuðsinda, verða þeir
að vörgum. Það er varga athæfl að «vekja bióð og
sjúga benjar«, sbr. Völsungakv. (H. Hund. I) 37.—38. er.:
þú hefr etnar ulfa krásir . . . opt sár sogin með svölum
munni (brigsl til Sinfjötla, sem um hrið hafði verið í
vargsham, sbr. s. st. 433-4 og Völsungasögu 8. k.).
Hugs-unin er lik og í Sólarl. 31: Ulfum glikir osfrv. — 80°:
undir í hdrr. er að öllum líkindum skiring eða
orða-munur við benjar, sem hefur slæðst inn í textann og á
að falla burt (svo B. í útg. 1867). — illum vana: sbr.
Sn.E. II 234. bls.: sijnð spenr á sik illa venju; Árni
Jóns-son, Guðm.dr. 397—8: áminnandi aptr at venda af
rang-inda venju langri. — eij: .ávalt’; vafasamt, hvort það á
við sugu eða við illum.

Jeg hef áður tekið það fram, að þessi vísa er hugsuð
sem grafletur, sem Njarðardæturnar hafa »ristit« þeim
Sváfrloga (792). Þetta er í líkingu talað. Án likingar þíða
orðin: það eru höfuðsindirnar allar niu, sem hafa gert
þá fjelaga að þeim vörgum, sem þeir vóru (sbr. Bölv
hverju 801).

Nú kemur að lokum niðurlag als kvæðisins í 2
er-indum. Þar er minst stuttlega á tilgang kvæðisins og nafn
þess (81. er.). Þá kveður faðirinn son sinn með ósk eða
spá um endurfundi hinumegin og endar á stuttri bæn
iirir iifendum og dauðum (82. er.).

811-3: Faðirinn, sem er dáinn, biður son sinn, sem
er á lífi, að kveða kvæðið fyrir kvikum, þ. e. firir
lif-endum. Með því er gefið í skin, að kvæðið hafi að geima
holl ráð firir lífið, kristilegar lifsreglur. — 814 Sólarljóð:

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0075.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free