- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
73

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 1

sólarljóð

73

eldra enn frá síðari helmingi 13. aldar. Ef orðmindin gá
firir ganga er upphaíleg í 256 (shr. athugas. við þann
stað), getur kvæðið varla verið ort fir enn nokkru eftir
aldamótin 1300. Að kvæðið sje tiltölulega ungt, sjest og
á því að það gerir Freyju að konu Óðins.

Þó að kvæðið sje ekki gamalt, er það einn af hinum
skærustu gimsteinum bókmenta vorra. í þeim gimsteini
brotna ljósöldur útlendrar og innlendrar menningar, þvi
að skáldið stendur með annan fótinn í kenningum
kirkj-unnar enn hinn í Hávamálum. »Röddin er Jakobs, enn
liendurnar Esaús«. Hugsanir kvæðisins eru hákirkjulegar,
rammkaþólskar, í besta samræmi við kenningar presta á
dögum höfundarins, eins og P. best sínir, innfiuttar frá
Norðurálfu með kristninni. Enn búningur hugsananna,
bragarhátturinn, orðfærið, í einu orði listin, er spunnin
af rammislenskum toga, sem á upptök sín lengst aftur í
heiðni, i spakmælakveðskap heiðninnar, í Hávamálum.
Fornskáldakveðskapurinn hafði þegar firir löngu gengið í
þjónustu kirkjunnar, eins og sjest á liinum mörgu
helgi-kvæðum. Nú, í Sólarljóðum, tekur kirkjan
Eddukveð-skapinn i þjónustu sina, því að Sólarljóð eru kristilegt
Eddukvæði, kristileg Hávamál, og hefur kvæðið því ekki
alveg ófirirsinju verið tekið inn í Eddukvæðaútgáfur.

Engum nema Guðbrandi Vigfússini hefur, svo að jeg
viti, dottið í hug að efast um, að Sólarljóð væri til orðin
á íslandi. Par, og hvergi nema þar, eru þau skilirði firir
hendi um það leiti, sem kvæðið er til orðið, sem þarf lil
að skapa slíkt kvæði. Þar, og hvergi nema þar, má um
þær mundir gera ráð firir þeirri djúpu þekkingu og þeim
næma skilningi á list hins forna spakmælakveðskapar,
sem kvæðið ber vott um. Handritin eru lika öll islensk.
Þjóðsaga, sem rekja má til ofanverðrar 17. aldar, eignar
Sæmundi fróða kvæðið, enn hún fellur um sjálfa sig, því
að kvæðið er miklu ingra enn frá dögum Sæmundar.

Því miður verður vist aldrei leist úr þeirri gátu, hver
sje höf. þessa dírðlega kvæðis, enn með kvæðinu hefur
hann markað sjer sæti í fremstu röð meðal íslenskra
skálda. Að orðsnild og háfleigu imindunarafli á hann sjer

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0085.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free