- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
5

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Ég hefl sett ritgerð þeirri, sem hér fer á eftir,
3’fir-skriftina »Þegar Reykjavík var fjórtán vetra«. Er sá
ald-ur miðaður við árið 1787, þó alls kostar nákvæmf sé
það ekki. Tilskipanirnar um hið takmarkaða
verzlunar-frelsi íslandi til handa voru gefnar út 18. ág. og 17. nóv.
árið áður, en öðluðust gildi frá 1. jan. árið eftir. En
með verzlunarfrelsinu, þótt takmarkað væri, hefst saga
Reykjavíkur-kaupstaðar. Ég hefi valið 14 ára aldurinn
svo sem það aldursskeið, er segja má um, að
kaup-staðar-sjálfsmeðvitundin sé nokkurn veginn vöknuð og
nokkur reynsla fyrir þvi fengin, að hinn ungi
kaup-staður ætli að ná þeim vexti og þrifum, er samsvari
þeirri ákvörðun hans að verða höfuðstaður landsins.

Þvi verður þá ekki heldur neitað, að vöxturinn
hefir verið allhraðfara þessi fjórtán fyrstu aldursár
höfuðstaðarins, enda þótt ekki verði sagt, að ibúunum
hafi fjölgað tiltakanlega á þessum árum. En þetta mun
hafa sinar ákveðnu orsakir. Orsakirnar eru vafalaust
hin mikla óáran, sem gekk yfir land vort síðasta hálfa
mannsaldur 18. aldarinnar og gerði alla framfærslu
manna svo erfiða, einkum við sjávarsiðuna, og óvenju
mikill manndauði á þeim báginda-árum.

Til þess nú að gera sér sem glegsta grein fyrir
vexti bæjarins þessi fyrstu fjórtán ár, ber nauðsyn til
að renna augunum yfir kaupstaðinn á fæðingarári hans,
sem ég tel hér 1787, þótt ekki sé alveg nákvæmt af
áður tilgreindum ástæðum.

Lengra aftur i timann hirði ég ekki um að fara.
Saga Reykjavikur næsta mannsaldurinn fyrir 1787 er
að réttu lagi ekki annað en saga
Reykjavikur-»innrétt-inganna«, þ. e. verksmiðju-fyrirtækisins, sem Skúli
land-fógeti Magnússon fékk komið hér á fót með óþrotleg-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0097.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free