- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
33

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 2

var fjórtán vetra

33

er það venjulega nefnt í manntali prestakailsins). Þar
hafði Morten Jensen Rödgaard skipherra og þeir
Fan-evjarmenn (»det fanöeske Interessentskalxí1)) verzlun
sina. Reipslagarahús innréttinganna hafði staðið þar
upphaílega. Það hús hafði Páll Brekkmann keypt árið
1790 fyrir 23 rdl. 36 sk., og sýnir það, að kofinn hefir
þá ekki þótt mikils virði. En Páll hefir sennilega selt
Rödgaard skipherra, þvi að hann lætur reisa þar 1792
verzlunarhús sitt og þeirra félaga. Þar er Adser
Ivnud-sen faktor þeirra Faneyjarmanna síðustu ár 18.
aldar-innar, en ílyzt árið 1800 yfir i Flensborgara-húsin. Tekur
þá við forstöðunni i józka húsinu Gunnlaugur stúdent
Halldórsson frá Sámsstöðum í Fljótshlið Pálssonar.
Hann var útskrifaður úr Hólavallarskóla 1792 og hafði
siðar verið skrifari hjá Finne landfógeta. Kona hans
var Ingibjörg, dóttir Sigurðar timburmanns
Magnússon-ar, er bjó í svonefndum Timburmannsbæ vestur lijá
Tjörn; þau skildu 1812. Nokkurum árum siðar fór
Gunnlaugur utan og mun hafa andast i Ripum.
Laun-sonnr Gunnlaugs með Þorkötlu Jónsdóttur (móður
Eg-ils bókbindara Jónssonar) var Friðrik trésmiður i
Efsta-bæ í Þingholtum, faðir Sigurðar steinsmiðs
Friðriksson-ar og Sigurlaugar, konu Lúðvigs Alexiussonar steinsmiðs.
Seinna voru þeir Magnús Ólsen Bergmann og Helgi
Ól-sen Bergmann, bræður Björns Ólsens á Þingeyrum, sín
tvö árin hvor faklorar Rödgaards i józka húsinu. Faðir
þeirra, Ólafur á Vindhæli Guðmundsson, var bróðir
Þorkels Bergmanns kaupmanns. Espólin segir um þá
Helga og Magnús, að þeir hafi verið »knálegir menn«
báðir og hinn síðarnefnda hafi mátt kalla »bæði sterk-

1) Á Reykjavikur-uppdrættinum i hinu ágæta riti dr. Kr.
Kaalunds: Historisk-topografisk Beskrivelse af Island I. b., er
fétag pctta kallaö »det fœröeske Interessentskab«, en pað er
ber-sýnilega misletrun. Hér hefir aldrei neitt færeyskt fclag rekið
verzlun, enda lekur frumuppdráttur peirra Ohlsens og Aanums,
scm til er á landsbókasafni, öll tvímæli af i pessu tilliti, pvi að
þar stendur greinilega vfanöeske«, en ekki »færöeske«.

i

3

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0125.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free