- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
41

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 2

var fjórtán vetra

41

Ólafur dó þritugur á Akureyri 17971). Þetta Kylins-hús
var rifið og. viðurinn fluttur burtu héðan til annara
þeirra staða, þar sem Kyhn rak verzlun, annaðhvort
norður eða austur. En verzlunarlóðina seldi hann
ein-hverju verzlunarhúsi i Sönderborg á Als, sem mun hafa
ætlað að byrja hér verzlun, þótt ekkert ju-ði úr þvi.
Kyhnshús mun hafa staðið þar sem rlú er Ingólfshvoll.
Kyhns-verzlun hér stýrði fyrstu árin tvö Porkell
stú-dent Magnússon (prests Þórhallasonar í Yillingaholti),
bróðir séra Þórhalla á Breiðabólsstað í Fijótshlið og
’ Ara verzlunarmanns, þess sem fallbyssan grandaði hér
i bænum 18032). Þorkell hafði áður verið barnafræðari
(katechet) i Grænlandi, en gerzt siðar verzlunarmaður.
Seinna sneri hann sér aftur að
barnafræðarastarf-inu og er fyrstur þeirra manna, sem kunnugt er um,
að hafi gert sér það starf að atvinnu hér i bæ. Hann
dó nær sextugur i Grænabæ árið 1807.

Þá komum vér að annari höfuðverzlun
Beykja-vikur á þessu skeiði. Það er hin svonefnda
Nordborgar-verzlnn. Hurfu siðustu leifar hennar með bruna
Edin-borgarhússins gamla i eldsvoðanum mikla 1915. Það er
upphaf þeirrar verzlunar hér i bæ, að árið 1790 fékk
skipherra Jörgen Minclelberg frá Nordborg á Als
út-mælda verzlunarlóð fyrir hönd húsbónda sins, Jess
Thomsens, kaupmanns i Nordborg. En verzlunarhús
voru þó ekki reist fyr en 1792. Var aðalverzlunarhúsið
þar sem seinna var faktorabústaður Knudtzons-verzlunar
um fjölda ára, sölubúð i öðrum enda þess og íbúð
faktors i hinum3). En fyrir austan það, þar sem seinna

1) Ölafur Gíslason Waage var kvæntur Sigríði Oddsdóttur
ur Eyjaíirði. Sonur þeirra var Georg IJolger Waage dr. theol.,
lorstjóri Sóreyjarskóla, en hans börn aftur þau: Ólafur Waage
hc. theol., prófastur i Herlufmagle á Sjálandi, og Frederikke

■ atliarine, kona Edvards Holms, sagnfræðings og próf. við

Khafnar-háskóla.

2) Sbr. ísl. Árb. XI, 128.

3) Það er algerlega rangt, sem segir í Reykjavikurlýsingu
Gröndals i Eimreiðinni VI, að petta hús hafl upphaílega verið

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0133.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free