- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
43

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 2

var fjórtán vetra

43

Biering yfir verzlun sína liér, og stýrði hann henni frá
1811 til 1821. Biering var aldanskur maður, eins og
nafnið bendir til, hafði ungur gerzt verzlunarmaður við
randersku verzlunina, fyrst hér í bæ hjá Böye, en seinna i
Hafnarfirði, en lluzt hingað aftur, er verzlun sú skifti
um eigendur eða hætti 1805. Sama ár sem hann tók við
forstöðu Nordborgar-verzlunar, kvæntist hannÖnnu
Ivat-rinu Larsdóttur Hölter, svstur Margrétar Andreu. Synir
þeirra voru áður nefndur Móritz Wilhelm og Peter Stefan.
Hinn siðar nefndi fór ungur til Danmerkur, varð
kap-teinn i Iandher Dana og siðar ofursti að nafnbót; varhann
um tima umsjónarmaður á Frederiksberg-höll í Ivhöfn
(t 1907). Þau hjón, H. P. Y. Biering og kona hans,
fóstruðu Jón Guðmundsson, hinn nafnkunna ritstjóra
Þjóðólfs og stjórnmálamann, er siðar varð, frá þvi er
hann var 6 ára, og fórst við hann ágætlega. Eftir 1821
lét Biering af forstöðu verzlunarinnar. Var gamli
Bie-ring eftir það »assistent«, tyrst við Jacobæusar-verzlun
nokkur ár, en siðar við Sivertsens-verzlun. Bjó hann
þá i Grænabæ, sem síðar verður getið, unz hann
flutt-ist til Keflavikur nálægt 1837. En við
Nordborgar-verzluninni tók Peter Rist faktor og stýrði henni nokkur
ár, og eftir hann Einar stúdent Jónsson 1827—36. Voru
þá fvrir allmörgum árum orðin eigandaskifti að
Nord-borgar-verzlununum og P. C. Knudtzon, tengdasonur
Jess Thomsens, ásamt tveim mágum sínurn, orðnir
eig-endur. Um eitt skeið var Lars M. Ivnudsen meðeigandi
verzlunarinnar, og seinna AVibroe nokkur, en frá 1844
var P. C. Knudtzon einn eigandi hennar. I nálægt
50 ár var verzlun P. C. Knudtzons ein af mestu
verzl-unum þessa lands, enda var hann dugnaðarmaður
mik-ill, en afarráðrikur maður og yfirgangssamur. Erlendis
var hann i miklu áliti; sat t. a. m. á fulltrúaþinginu i
Hróarskeldu sem fulltrúi Ivaupmannahafnar (1835—40)
°g tvö ár i borgarráðinu. En hér á landi kom hann sér
fremur illa, vegna ráðrikis sins, og þótti enda
viðsjár-maður um viðskifti. Árið 1842 varð hann gjaldþrota i
hili, en rétti brátt við aftur og andaðist auðugur maður

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0135.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free