- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
45

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 2

var fjórtán vetra

45

sonu: Carl Ole (er var stúdent frá Bessastöðum), James
söðlasmið, Jón gullsmið og verzlunarmann og Hans.
Voru þeir allir drykkjumenn miklir. Carl Robb verzlaði
lengi i Robbshúsi, og eftir hann Hans Robb bróðir hans.
Hans fór um siðir á höfuðið og íluttist þá til Ameríku.
Þar lifir nú að minsta kosti einn af sonum hans, Georg
Robb, kvæntur Maríu Torfadóttur prentara
Þorgrims-sonar. Eftir Hans Robb var þar i húsunum nokkur ár
Þorfinnur Jónatansson stúdent og kaupmaður, og eftir
hann Þoii. O. Johnson kaupmaður. Siðast eignaðist
Gunnar Gunnarsson þetta hús, lét rifa það og byggja
þrilyft hús á lóðinni. Það brann 1915.

Rétt fvrir vestan siðastnefnt hús stóð á þeim tima,
sem hér ræðir um, lílið hús, sem i sálnaregistrum frá
þessum árum er kallað Rrekkmannshús, og býr þar þá
Páll Björnsson Brekkmann borgari. Hafði Páll fengið
sér útmælda lóð þarna árið 1789, 60 álna langa
með-fram reipslagarabrautinni og 40 álna breiða, eins og fyr
segir. Það hús, sem hér er um að ræða, stóð austast á
lóðinni, og mun Páll hafa reist það árið 1796 eða þar
uml). En sjö árum áður hafði Páll bygt annað hús
vest-ast á lóðinni, og munum vér koma að þvi síðar. Páll
Brekkmann var ættaður vestan úr Dalasýslu. Var Björn
faðir lians kallaður »kópahaus« eða »koparhaus«, og
veit ég ekki hvort réttara er. Páll hafði áður verið
bú-settur erlendis og numið timburmannsiðn, en, þegar
verzlun landsins var gefin laus, gerzt «frihöndlark hér
í bæ í félagi við annan mann, Einar borgara
Póróljs-son, sem skjótt hverfur aftur úr sögunni. Var Páll
þá kominn yfir sextugt (var fæddur 1727). Hafði hann
átt konu danska, Vibeke Biise, en þau skilið nokkuru
eftir að hann tók að verzla i Reykjavik, hvernig sem á
þvi hefir staðið. Sennilega hefir hún ekki viljað llytjast

1) í eiginhandar-uppdrætti Reykjavikur fráí801, þeirra
Ohl-sens og Aanums mætingarmanna, hér á landsbókasafninu (safni
Jóns Sigurðssonar), er tekið fram um hús þetta, að það sé reist
árið 1796.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0137.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free