- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
61

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 2

var fjórtán vetra

61

alþingi stóð sem hæst þetta sumar, kom út tilsldpunin
(11. júli 1800), sem tók af alþingi og setti
landsyfir-réttinn i staðinn. Hafði alþingi þá um margra ára
skeið ekki verið orðið neitt annað en dómstóll i
al-mennum málum og sú fornhelgi, sem það hafði haft í
meðvitund þjóðarinnar, fyrir löngu að engu orðin. En
hið mikla vörugeymsluhús var ekki keypt fyrir
yfir-réttarhús, heldur var yfirréttinum i bili komið fyrir i
skólanuni á Hólavelli þangað til stjórnin leigði og siðan
keypti af Trampe greifa hús það, er Jón J. Laxdal
borgari hafði gera látið i útnorðurhorni Austurvallar
(gamla yfirréttarhúsið). Hvað orðið hefir af
vörugeymslu-húsinu eða hve lengi það hefir staðið, hefir ekki tekist
að grafa upp. Vafalaust hefir það verið rifið einhvern
tima fyrir 1820. Þvi að skömmu eftir 1820 ris nýtt hús
þar á lóðinni. Bygði það Einar stúd. og borgari Jónsson,
er til þessa liafði lengst af búið í Mýrarhúsum, og nefndist
þvi hús þetta framan af Einarshús. Þegar Einar lét af
forstöðu Ivnudtzons-verzlunar 1835 (áður hafði hann
stýrt Jacobæusar-verzlun), verzlaði hann eitt eða tvö
ár i Sunclienbergs-búðinni gömlu, sem fyr segir, en
siðan lét hann gera búðar-holu i suðurenda þessa
i-liúðarhúss sins og rak þar smáverzlun til æfiloka. Eftir
lát Einars átti Jafet gullsmiður sonur hans hús þetta
nokkur ár, en seldi siðan R. P. Tærgesen kaupmanni,
er bjó þar alllengi. En hann seldi húsið aftur Niels
Jörgensen greifaþjóni, sem setti þar upp veitingasölu, er
ekkja hans rak eftir lians dag og seinni maður hennar,
Joh. Halberg, unz hann lét rifa gömlu húsin öll og
byggja hið mikla Hótel Island á lóðinni.

Skamt fyrir sunnan þetta »Einarshús« var litið
vörugeymsluhús, sem Einar hafði látið smiða. I þvi
húsi byrjaði þýzka verzlunarfélagið G. W. & E.
Lorent-zen i Altona verzlun sina hér i bæ skömmu fyrir 1840,
en Sveinbjörn Jacobsen veitti, sem fyr segir, þeirri
verzlun forstöðu. En nokkuru siðar flutti hann
verzl-unina yfir götuna, i hús Einars snikkara Helgasonar
(faktorabústað Sunchenbergs-verzlunar, sem áður var).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0153.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free