- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
67

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 2

var fjórtán vetra

67

»telji hann meðal landsins skálda i sinni fræðibók«.
Árið 1773 fór Þorkell til Ivhafnar, ásamt íleiri
íslend-ingum, er »greindir álitust og vanir við hákarlaveiðar
á lagvaði«, og boðaðir höfðu verið út, til þess að fara
til Grænlands og dveljast þar þriggja ára tima upp á
konunglegan reikning og kostnað, til þess að kenna
Grænlendingum hákarlaveiðar. Eftir afturkomu sina frá
Grænlandi var Þorkell fenginn til að ferðast hér um
land með náttúrufræðingnum góðkunna, Nikolaj Mohr
(sem var Færeyingur að ætt). Átti Mohr aðallega að
leita að postulinsjörð (kaolin), en jafnframt að athuga
hvað eina, sem verða rnætti landsmönnum til verklegra
nota1). Haustið 1781 var þeirri ferð lokið. Settist
Þor-keli þá að i Kaupmannahöfn. Komst hann þá í
þjón-ustu postulinsverksmiðjunnar, sem að nokkuru leyti
hafði kostað íslandsferð þeirra Mohrs, og þá liklega
fyrir meðmæli Mohrs, er sjálfur varð »kontrollör«
verksmiðjunnar árið 1787. Björn Ólsen segir i
áður-nefndri æfisögu, að Þorkell hafi orðið y>direktör«
verk-smiðjunnar. En vafaláust er það á misskilningi bygt.
ni að veita jafnmikilli verksmiðju forstöðu, brast
Þor-kel eðlilega alla nauðsynlega mentun. Hitt er öllu
senni-legra, að Þorkell hafi verið íslendingur sá, sem
pró-fessor Þorvaldur segir i Landfræðissögu sinni, að verið
hafi dyravörður við verksmiðjuna, og hafi verið sendur
UI til íslands, til að sækja meira af postulínsleirnum i
MókollsdaP). En það var um sama leyti og verzlun
landsins var gefin laus. Skömmu síðar mun Þorkell
hafa tekið að verzla hér i félagi við þá Sigvardt Hólm
°g Jóhann Hansen Tofte skipherra, og komu þeir þá
ut með vörur á tveim skipum, líklega sem
lausakaup-menn fyrstu árin. í skrá Skúla landfógeta (dagsettri 22.
°g 23. mai 1792) yfir byggingar og útmældar lóðir i
Beykjavik, er Þorkels að visu ekki getið, en þar sem þar
er talað um »captain Toftes Hus«, er vafalaust átt við

1) Bricka: Dansk Biografisk Lexikon XI. b„ bls. 344—45.
^br. Porv. Thoroddsen: Landfræóissaga íslands III, bls. 76—83.

2) Landfræðissaga III, bls. 82 (neðanmáls).

4*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0159.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free