- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
81

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Nr. 2

VAR FJÓRTÁN VETRA

81

Herkastalann (»Nýja klúbbinn«, sem eitt sinn var)1).
Scheel veitingmaður var alla tið velmetinn borgari hér
í bæ og andaðist hér tæplega áttræður 1827. Ole P.
Chr. Möller kaupmaður keypti Gl. klúbbinn á uppboði
eftir hann, þó að likindum fyrir hönd félags eins i
bæn-um, er nefndist »Reykjavikur klúbbur« (stofnað 1811),
«r i voru allir helztu kaupmenn bæjarins og
embættis-menn. Hafði félag þetta haft bækistöðu sina í
Scheels-húsi áður og þaðan mun »klúbbs«-nafnið hafa fluzt
yfir á húsið. Að minsta kosti ræður félag þetta upp frá
þessu, hverjir skuli hafa á hendi veitingasölu þar i
hús-inu. Eftir dauða Scheels ræður félagið til að standa fyrir
"veitingasölunni Guðnýju Gisladóttur (frá óseyri), er
nokkuru siðar átti Hans Möller kaupmann. Af henni
tók við klúbbnum maddama Ottesen og stóð hún fyrir
"veitingasölunni 5—6 ár. Par komst hún i kynni við
Arlhur Dillon, lávarðinn enska, er átti með henni
dótt-urina Henriettu (er seinna varð kona Levinsens
kaup-manns) og gaf þeim mæðgum að skilnaði hús það nyrzt
i Suðurgötu (nr. 2), er hann hafði látið smiða handa
þeim og þvi var lengi kallað Dillonshús (líka
»mad-<iömu Ottesens hús«). Maddama Ottesen var i mörgu
tilliti einkennileg kona; sérstaklega þótti hún mjög
skritin i máli, þar sem hún venjulega talaði tvær
tung-nr (dönsku og islenzku) i senn, á þá leið, að fyrst mælti
hún hverja setning á dönsku, en útlagði siðan á
hræði-lega islenzku. Eftir maddömu Ottesen voru ýmsir
veit-ingasalar i Gl. klúbbnum, t. d. Peter Maach
verzlunar-niaður, er átti Þóru Einarsdóttur snikkara Hannessonar
<er siðar átti Þorfinn kaupm. Jónatansson), Ole P. Chr.
Möller, Thómas H. Thomsen, áður faktor i Flensborg
(faðir þeirra »Thomsens-systra«) og Ágúst Thomsen,
hróðir Ditlevs kaupmanns eldra. Ágúst Thomsen
ílutt-lst úr Ivlúbbnum i Ahrentz-hús, er seinna átti háyfir-

1) Eftir aö petta er ritaö, liafa öll þessi hús verið rifin til
grunna (april 1916) og er nú tekið að reisa par stórhýsi úr
steinsteypu, sem á að vera hvorttveggja i senn, höfuðstöð
Hjálp-ræðishersins og sjómannahæti.

4

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0173.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free