- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
91

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 2

var fjórtán vetra

91

Annars smíðaði Pétur á elliárum kofort, sem hann
málaði öllum regnbogans litum1).

Fyrir ofan Sandholtsbæ stóð Finnbogabærinn. Þann
hæ bygði Finnbogi assistent Björnsson nál. 1797, og bjó
þar alla tið siðan, ásamt konu sinni Arndísi
Teitsdótt-ur (vefara Sveinssonar). Þar fæddust þeir allir, hinir
nafnkunnu synir þeirra, Finnbogabæjar-bræður: Teitnr
dýralæknir, er átti Guðrúnu dóttur Guðbrandar smiðs
Stefánssonar (þeirra sonur var Guðbrandur faktor
Finn-hogason); Ásgeir bókbindari, er átti Sigriði
Þorvalds-dóttur (Böðvarssonar) að fyrri konu, og með henni
séra Þorvald i Steinnesi og Kristínu konu Lár. sýslum.
Blöndals; Kristófer í Fjalli (faðir Péturs á Stóruborg)
°g séra Jakob, siðast i Steinnesi (f 1873), er átti fyrst
Sigriði Egilsdóttur frá Iviðjabergi (þeirra sonur séra Jón
i Glæsibæ, er átti Helgu Magnúsdóttur beykis Norðfjörðs
i Sjóbúð), og síðan Þuriði Þorvaldsdóttur (Böðvarssonar),
(þeirra sonur séra Þorvaldur i Sauðlauksdal, kvæntur
Magdalenu Jónasdóttur á Hallbjarnareyri Jónssonar); en
Guðrún var systir þeirra, sú er átti séra Guðmund
Vig-fússon á Melstað. Finnbogi Björnsson var við verzlun
lengst af, meðal annars við verzlun Adsers Knudsens,
eins og fyr segir (bls. 50). Finnbogabærinn stóð langt
íram á 19. öld, þangað til Jón Ólafsson prentari, sem
kendur var við Finnbogabæ (átti Kristinu Jónsdóttur
kaupmanns á Kúvikum Salómonsen), lét rifa bæinn og
kyggja timburhús það, er enn stendur þar.

í raun réttri var Finnbogabærinn einn af
Grjóta-þorpsbæjunum, þó hann sé talinn sér. Grjótinn var
upphaílega ein af Reykjavikur-hjáleigunum. Svo er
hann talinn i Jarðabók Á. M. frá 1703. Þá er þar einn
ábúandi, Jón Þorvaldsson, með dálitið búhokur (1 kú,

1) I ferðabók P. Gaimards er ágæt mynd af íslenzkum
sjó-manni í islenzkum sjófatnaði eins og hann tiðkaðist hér þá og
tiðkast enn á opnum róðrarbátum (skinnstakk og brók). Undir
myndinni er nafnið »Pctur Ólafsson«, og þykir mér því líklegt,
að myndin sé einmitt af Pétri hattara, sem um það skeið var
^innumaður í Götuhúsum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0183.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free