- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
93

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 2

var fjórtán vetra

93

ast Hóll, þar sem seinna bjó Ásmundur Eiriksson og
Rósa kona hans Jónsdóttir frá Ártúnum. Þau höfðu
áður búið á Seli. Ásmundur var ættaður úr Húnaþingi,
sonur Björns linakkasmiðs Eirikssonar (prests á Hofl
Jónssonar). Synir þeirra Ásmundar og Rósu voru þeir
bræður Pétur prentari, Eirikur, er átti Halldóru
Árna-dóttur rika i Brautarholti (þeirra sonur er Árni
kaup-maður og leikari) og Jón, afgreiðslumaðnr Sameinaða
eimskipafélagsins (kvæntur Ingibjörgu Kaprasíusdóttur).
Fyrir vestan Hólinn var Ásmundarbœr, þar sem bjó
Ásmundur Sigurðsson bróðir Einars i Melkoti, föður
Magnúsar, en löngu seinna Þorkell Þórðarson, einn
þeirra Borgarabæjarbræðra. Og vestast i þorpinu við
Göthúsatún var Vaktarabœrinn. Þar bjó i fjölda ára
Guðmundur vaktari, sonur Gissurar i Hólakoti. Seinna
var þar búandi Ingiriður Ólafsdóttir, ekkja Þorleifs
lyf-salasveins Sigurðssonar (hattara Þorleifssonar), og þar
ólst upp sonur þeirra Bertel E. ó. Þorleifsson cand.
phil. og skáld.

Fyrir norðan Grjótaþorpið var Hákonarbær. Þann
bæ bygði Hákon riki Oddsson frá Vatnsleysu, skömmu
fyrir aldamótin (1799). Hann átti Kristinu Einarsdóttur
{skólameistara i Skálholti, siðar lögsagnara i
Vestmanna-eyjum Jónssonar), systur ísleifs háyfirdómara á Brekku.
Þeirra sonur var Einar hattari og kaupmaður
Hákonar-son, sem áður hefir verið nefndur (bls. 70). Eftir lát
Hákonar seldi ekkja hans 1816 Jóni lóðs Jóhannessyni
bæinn. Sá Jón var uppeldissonur Geirs biskups
Vida-lins, og átti Halldóru Sigurðardóttur sútara
Þórðarson-ar, en synir Jóns voru þeir Geir skóari og Torfi, sem
alla sina tið bjó í Hákonarbænum, formaður mikill og
aflasæll, kvæntur Guðriði Helgadóttur frá Þaravöllum á
Áki-anesi. Jón sonur Torfa reif bæinn um síðustu
alda-^ót, og bygði timburhús skamt þar fyrir austan, sem
bærinn stóð áður.

Norður af Hákonarbæ komum vér að öðru
ný-1-eistu býli, er þá nefnist Hjallakot. Það hafði reist
Gunn-laugur Narfason tómthúsmaður. Seinna bjó þar Ari

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0185.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free