- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
95

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 2

var fjórtán vetra

95

Pórðar var Björg, kona Jóhannesar Zoega i Nj’jabæ
(bróður Geirs kaupmanns). Þórður Guðmundsson var
einatt kallaður »borgari«, þótt aldrei fengist við verzlun;
var hann hér hafnsögumaður i mörg ár og mikils
met-inn i hvivetna. Á efri árum sótti á hann þunglyndi
mikið og lauk æfi hans með sviplegum hætti. Hann
fanst örendur i ílæðarmálinu skamt frá Jörundarvirkinu.
Siðast mun hafa búið í Borgarabænum sonur Þórðar,
Þorkell, er seinna bjó i Grjóta.

Skamt frá Borgarabænum, litið eitt norðar, stóð
annar bær nýreistur, þegar hér er komið sögunni.
Nefndist bær þessi Porfinnsbær eftir eigandanum, er
hafði látið gera bæinn. Hann hét Þorfinnur
Porbjarnar-son lögréttumaður á Seli (7 1802), sonur Þorbjarnar
rika Bjarnasonar, sem um miðbik 18. aldar bjó
rausn-arbúi i Skildinganesi. Þorfinnur var merkismaður i
öllu tilliti, með fremstu mönnum sóknarinnar af [-al-þ}’rðustétt.-] {+al-
þ}’rðustétt.+} Seinna nefndist bær þessi fjölda ára
Melbyes-bœr, þvi að eftir dauða Þorfinns hafði Henrik Nielsen
Melbye beykir keypt bæinn og hjó hann þar til æfiloka
°g ekkja hans, Sigriður Árnadóttir, eftir hans dag.
Dóttir þeirra var Þuriður, kona Iíristjáns kaupmanns
Jakobssonar, sem fyr er getið. Síðan eignaðist Diðrik
skóari Hölter Melbyesbæinn, sem þá auðvitað nefndist
UPP frá þvi Höltersbœr. En seinast allra bjó i
Hölters-bæ Diðrik trésmiður Iínudsen, tengdasonur Hölters
skóara.

Báðir þessir bæir duttu úr sögunni þegar þeir
Henderson & Anderson bygðu hið mikla stórhýsi sitt
»(ilasgow« á grunni þeirra beggja nokkuru eftir 1860.

En milli þessara bæja, lítið eitt vestar, var á morgni
19- aldar þriðji bærinn, er þá nefndist Helgakot, eftir
Helga nokkurum Þorkelssyni, er þann bæ hafði reisf.
8einna bjó þar Vigfús halti Pétursson vefari, sem áður
hefir verið nefndur, og nefndist bærinn upp frá því
^ igfúsarkot, alt þangað til hann var rifinn skömmu
eftir siðustu -aldamót. Þar bjó lengi Guðmundur, son
Guðmundar borgara Bjarnasonar, er átti Vigdisi dóttur

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0187.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free