- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
106

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

106 þ

egar reykjavík v

ar fjórtán vetra safn v

naustum, og enn vestar, við Eiðsvik utanverða, Sel,
með hjáleigunni Bráðræði. Stóðu jarðir þessar á morgni
19. aldarinnar með sömu ummerkjum og þá er dagur
Reykjavíkur rann upp fjórtán árum áður. Eina
hreyt-ingin sú, að búendur þar voru nú ekki allir hinir sömu
og þá höfðu verið.

Frá Sjóbúð lá vestur með sjónum næsta ógreiðfær
vegur og illa ruddur vestur að Hliðarhúsum, en milli
Hliðarhúsa og Ananausta var votlendi allmikið vestur
með sjónum. Fyrir sunnan Hlíðarhúsin lágu allmildl
tún, er náðu alveg upp að Götuhúsatúni og
Landakots-velli. Árið 1703 er Elin Hákonardóttir á Látrum við
Mjóafjörð (ekkja Guðbrands prófasts Jónssonar i
Vatns-firði 7 1690) talin eigandi Hliðarhúsa, Ánanausta og
Engeyjar. Þá búa þar Stefán Jónsson og Arni
Hildi-brandsson á sinni hálilendunni hvor; hefir annar 5
k^T, en hinn 3. Sýnir það, að Hlíðarhús hafa verið
heilmikil jörð. Segir í Jarðabók Á. M., að Hliðarhús sé
að sögn partur úr Víkurlandi, og sjöttungur jarðarinnar,
en lögbj’li siðan er Reykjavik varð kongseign (þ. e. i
byrjun 17. aldar). Um miðbik 18. aldar er ólafur
nokk-ur Ólafsson eigandi Hliðarhúsa og Ánanausta, og gefur
hann bæði býlin Helgafells-prestakalli sem sálugjöf1).
Voru þau síðan eign þess prestakalls fram yfir miðja
19. öld, er Reykjavíkurkaupstaður eignaðist þau. Þar
sem siðar nefnist i Sauðagerði, voru upphaflega
beitar-hús þeirra Hliðarhúsabænda.

Á fyrri hluta 18. aldar bjuggu i Hliðarhúsum tveir
gildir bændur, þeir Sighvatur Pórðarson (ættaður frá
Laugarvatni i Biskupstungum) og Guðmundur
Davíðs-son (Erlendssonar prests á Tjörn á Vatnsnesi
Illuga-sonar), og búa niðjar þeirra beggja eftir þá i
Hlíðar-húsum i hálfa aðra öld, eða þangað til Hlíðarhúsin
hverfa að mestu úr sögunni siðast á 19. öld. Eru margir
þeirra Hliðarhúsamanna svo merkir menn og kynsælir,

1) Sbr. Finni Johannæi: Historia ecclesiastica Islandiæ, III,
bls. 510.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0198.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free