- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
111

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 2

var fjórtán vetra

111

séra Arni Helgason, bjó þar á móti lengst af í
Breið-holti) og bjó þar unz hann 1814 fluttist að Holti undir
Eyjafjöllum, en þaðan aftur að Útskálum 1826 (f 1837).
Synir séra Brynjólfs voru séra Sigurður Br. Sivertsen,
er varð eftirmaður hans á Útskálum 1837—86, og séra
Einar Br. Sivertsen i Gufudal, faðir séra Páls, er siðast
var prestur á Stað i Aðalvik. Eftir að séra Brynjólfur
hafði fluzt frá Seli, bjuggu þar ýmsir merkir menn af
alþ^’ðustétt. Mætti þar nefna Nikulás Erlendsson (seinna
i Ný’jabæ i Skuggahverfi, er eftir honum nefndist
Niku-lásarkol), föður Hafliða, móðurföður séra Bjarna
dóm-kirkjuprests Jónssonar, Asmund Eiriksson, er siðar var i
Grjóta, og Ólaf Steingrimsson (frá Eiði Ólafssonar), er þar
bjó lengi rausnarbúi og var formaður mikill og aflasæll.

Bráðræði byggist ekki fyr en um miðbik 18. aldar;
var það lítið kot og lélegt, er litið kemur við sögu fyr
en Þorsteinn Bjarnason (frá Flekkudal i Kjós) settist
þar að. Hann átti Ragnheiði Ó.lafsdóttur, er um fjölda
ára var Ijósmóðir hér i bæ, fyrirmannleg friðleikskona
og vel látin af öllum. Þau Þorsteinn höfðu áður búið
á Seli nokkur ár. Þorsteinn var trésmiður góður og bjó
góðu búi í Bráðræði, unz hann gerðist lögregluþjónn
hér i bænum (ásamt Hendriksen). Þá bj’gði hann
Brunn-hús við Suðurgötu og bjó þar til æfiloka. Þorsteinn var
orðlagður sæmdarmaður á sinni tíð, en þótti fremur
atkvæðasmár í löggæzlunni. Sonur þeirra Þorsteins og
Ragnheiðar var Kristján kaupmaður i Sjóbúð, sem fyr
er nefndur, en dætur þeirra voru auk Sigriðar, er
átti Edvard Siemsen kaupmann, Elin, er átti fyrst
Jóhann (f 1844) Bjarnason (þeirra son var Jóhann,
er nam siglingafræði erlendis), en siðan Tómas á
Ey-vindarstöðum (eitt barna þeirra er Þorsteinn
járn-smiður), og Guðrún fyrri kona séra Páls i Þingmúla
Pálssonar. En kunnast varð Bráðræði eftir að Magnús
Jónsson frá Ármóti (sonur Jóns umboðsmaður
John-sens, en bróðir þeirra Þorsteins kancelliráðs á
Iviðja-bergi og Jóns yfirdómara, seinna bæjarfógeta i Álaborg),
hafði fluzt þangað; reif hann kotið og lét gera þar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0203.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free