- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
7

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 3

fjölmóður

7

Ærið margt taldi kirkjan jafnan til spillingar trúnni
og lagði bann fyrir; eitt af þvi var galdur eða meðferð
manna á því, sem til galdra var talið, en það var eigi
fátt, og hafði oft í sér fólginn visi til sjálfstæðra
rann-sókna, einkum til náttúruvisinda. í kaþólslcum sið hafði
litið verið gert til þess liér á landi að refsa mónnum, þótt
með kukl færu eða forneskju, sem kallað var, og engi
dæmi þekki eg til þess hér á landi, að menn hafi fyrir
siðskiptin á 16. öld hreppt refsing fyrir galdur, nema ef
telja skyldi frásögn Grettis sögu um það, að Þorbirni óngli
var stefnt fyrir að hafa orðið Gretti að bana með galdri
og fjölkynngi, og voru þá samtimis allir forneskjumenn
gerðir úllægir. Þar á móti er eitt dæmi þess í sögu
Græn-lands fyrrum, að manni hafi verið hegnt fyrir galdra;
þess getur í Lögmannsannál við árið 1407 (sjá
Island-ske Annaler, útg. Dr. Gustav Storm, Chria 1888, bls.
288)1), en í þvi dæmi er og um galdur að ræða, er beint
var framinn i þvi skyni að gera öðrum mein. Þó var
galdur bannaður bæði i lögbókunum, kristinrétti og
ýms-um byskupaboðum. En þeim boðum hefir ekki verið fylgt
stranglega, og verður raunar ekki heldur séð, að til þess
hafi borið nokkur nauðsyn, enda hafði jafnvel kirkjan
sjálf tekið j7niis ráð i þjónustu sina, er náskyld mega
telj-ast töfrum eða galdri, og hafði ýmsar varnir gegn illum
öndum og ásóknum þeirra. Hér á landi voru galdrar
mest fólgnir i notkun rúna á ýmsa vegu (ristingum), og
var það afar fornt. En smám saman ruddu sér hér til
rúms útlendar galdrakreddur og hjátrú og blönduðust
saman við það, sem áður var til í landinu af sama tægi.
Einkum eru rit þeirra Albertus Magnus, hins nafnkunna
allsherjarfræðimanns miðaldanna, og Agrippu mjög notuð
í hjátrúarbókum þeirra tima, einnig hér á landi, er
dreg-ur fram á 15. og 16. öld, og þó enn meir síðar. Munu
Islenaingar þeir, sem nám stunduðu við þjóðverska
há-skóla á þessum öldum, liafa kynnzt ritum þeirra og haft
út hingað með sér; en hér sem annarstaðar náði mestri

1) Próf. Björn M. Ólsen Iiefir bent mér á staðinn.

1*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0251.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free