- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
13

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 3

fjölmóður

13

guðsorðabækur orðið til þess að breiðast út um
útkjálka-sveitir en önnur héruð. Má þess vegna að líkindum ætla,
að Jón hafi hjá Hákoni föðurföður sinum tekið i sig
kaþólsk fræði að nokkuru leyti, þótt bönnuð væru, sem
kennir i ritum hans og síðar segir. Raunar kemst Jón
svo að orði í Tíðsfordrifi, er hann getur um rit, sem
hann sá i ungdæmi sínu, að enginn hafi verið til þess
að leiðbeina sér, en »allmargir að banna og forbjóða
pápiskar bækur að hafa eða í þeim nokkuð að hugleiða,
þar þó margt í flaut«.

Jón hefir snemma verið námfús og athugall. Hann
lærði lestur á handrit eitt, er komið var frá
byskups-stólnum i Skálholti, segir hann i Tíðsfordrifi. Slik var þá
meðferð handrita þeirra, er byskupsstólunum fylgdu, að
þau tvistruðust víðs vegar, og mátti telja happ, ef þau
voru ekki brennd, líkt og fór um handrit klaustursins á
Helgafelli, er Jón segir svo um í einu rita1) sinna: »En
áður en Helgafells bækur voru brenndar ásamt því öðru
gömlu kirkjurusli á tveimur stórum eða þremur eldum,
fyrr en sá sami prestur2) fórst i vatninu, þá mátti,
eink-um hver latinu skildi, mann þar margt fáheyrt og
fróð-legt finna og fræði gömul sjá. Sá gamli sira Christian3)
danski, sem þar var lengi, þótti óbernskur, en nú er allt
1 aleyðing komið, og einna mest og helzt það, ,sem
nokk-uð hnígur að þvi, sem þykir gamalkennt«. Slik
Vandala-meðferð á fornum ritum og munum ofbýður oss nú á
hmum, en gæta verður þess, að þeir, sem þessi
hermdar-Verk unnu, þóttust með því vinna guði þekk verk, er
þeir eyddu ritum, sem þeir hugðu hafa að geyma kaþólsk
fræði og mega spilla trú landsfólksins.

1) Braga saga, Ny kgl. Saml. 1885, b, 4to., eftirrit í Lbs.
^38, 4to., sjá bts. 29-30.

2) Þ. e. síra Sigurður Jónsson (d. 9. júli 1624), sbr. Jón
Þor-ketsson: Om digtningen pá Island i det 15. og 16. árhundrede,
Kh. 1888, bls. 13.

3) f\ e. sira Kristján Villadsson, er andaðist 1600 (eftir
1 restatali sira Sveins Nielssonar). Sira Kristján var
náttúrufróð-Ur og læknir og heflr samið lækningarit, sem finna má í
hand-"tum í Landsbókasafninu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0257.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free