- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
15

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 3

FJÖLMÓðUR

15

Lækningar og sjúkdómaþekking stóð þá enn á mjög
lágu stigi um öll lönd. Þessum fræðum liafði litt þokað
áfram frá þvi á dögum Hippokratesar og Gaienusar. Fátt
annað hafði við aukizt i þeim fræðum en það, er
fárán-legast var og mönnum nú mundu þykja hlægileg ráð eða
jafnvel hryllileg. Lækningabækur þeirra tíma eru fullar
af kynjalækningum, og athyglis er það vert, að svo er að
sjá sem menn hafi á þessum tímum haft mesta trú á
þeim lækningum, sem sorakenndastar eru og nú mundu
vekja viðbjóð allra; mannasaurindi og þvag í ýmsum
meðferðum er eitt óbrigðulasta lækningaráðið. Ailar þess
konar lækningar náðu mikilli útbreiðslu meðal alþýðu i
öðrum löndum, og yfirleitt ruddi sér hér mest til rúms
allt það, er öfgakenndast var úr útlendum
lækningabók-um. Síra Guðmundur Einarsson á Staðastað getur þess i
riti sínu »/íugrás« (er síðar mun að vikið), og gerir þó
skop að raunar, að ráðlagt sé í einni lækningabók við
köldusótt að taka mjöl, væta það í hlandi og gefa síðan
kökuna svöngum hundi í þrjár reisur (þ. e. þrivegis).
Þelta er að eins tekið sem dæmi um læknisráðin, en
þessu lík voru þau mörg og þó miklu verri og kynlegri
sum.

Jón mun snemma hafa tekið að gefa sig við
lækn-ingum. Jón Halldórsson, sem byskup var i Skálholti 1322
—1339, var talinn hinn bezti læknir og fróður um urtir
°g grös; hann ritaði og um þessi efni. Jón lærði komst
1 bæklinga hans og ritaði upp eftir honum lækningabók
Hippokratesar. Þar að auki skrifaði Jón Iærði bækling
Urn lækningar eða tindi saman úr útlendum
lækninga-bókum sinna daga, er hann komst yfir. En báðar þessar
hækur, bæði Hippokratesarbókin og lækningakver Jóns
sjalfs, komust i hendur Árna lögmanns Oddssonar, og
hefir það liklega orðið, þegar Jón átti í málaferlunum
síðar meir; en ekki fekk Jón þær bækur aftur af
Jög-manni, þótt hann stagaðist um það þrásinnis, að því er
hann segir sjálfur í Tíðsfordrífi.

Þess ber að geta, að lækningar og meðferð Jyfja voru
talin til galdurs eða af sömu rótum runnið, og má til-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0259.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free