- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
17

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 3

fjölmóður

17

litlu. Sigriður hefir verið hjálrúarfull og var talin
fjöl-kunnug sem maður hennar. Annars kann eg fátt af henni
að segja. Þó virðist hún hafa verið fylgisöm manni
sin-nm, er liún entist til þess að fvlgjast með honum i
hrak-ningum hans nálega um land allt, og bendir það á
tryggð hennar og stöðuglyndi, þvi að ekki mun ævi þeirra
hafa verið góð á stundum. Jón maður hennar gerir þessa
grein fyrir ætterni liennar i Tiðsfordrifi: Langafi hennar
var Ásmundur Klemensson (Clemusson), er veginn var á
Skarði á Skarðsströnd í tíð Þorleifs Björnssonar; var lians
son síra Klemens (Clemus), er prestur var á Skarði,
þeg-ar faðir hans var veginn, faðir Porleifs, föður Sigriðar.

Þau Jón og Sigriður bjuggu fyrst nokkur ár á
Stóra-Fjarðarhorni í Koiiafirði. En siðan íluttust þau í
Ólafseyj-ar á Breiðafirði undan Skarðsströnd; þær liggja undir
höf-nðbólið Skarð. Á Skarði hafa löngum búið böfðingjar. Það
er til marks um veglega húsaskipan á Skarði, að Jón
segir i Tiðsfordrifi, að verið hafi þar fyrrum »múrhús«
(þ. e. líklega steinhús stoðbundið), en af var það um
bans daga. Jón heíir oftlega dvalizt löngum timum á
Skarði, líklega við smiðar, og segist (i Tiðsfordrifi) hafa
Verið þar sex ár, en þetta mun eiga að skiljast svo, að
bann hafi verið i landareign Skarðs þenna tíma. í þetta
tnund mun hafa búið á Skarði Daði Bjarnason,
Odds-s°nar. Jón segir, að þar liafi verið mikið af skjölum,
hréfum og dómum, og má nærri geta, að Jón hafi ekki
setið sig úr færi að kynna sér þetta, svo sem endrarnær,
Þvi að hvar sem hann kom, var hann allrýninn í forn
skjöl og bækur, ef fyrir honum urðu.

Ekki var Jón laus við ásóknir, meðan hann átti
heima i Ólafseyjum; í Ævidrápunni segir, að þar sé
haug-Ur Geirmundar heljarskinns, landnámsmanns, og segist
■Jón hafa orðið fyrir þungum búsifjum af völdum hans.

Um þessar mundir (1611 —1612) var draugagangur
mikill á Snæfjallaströnd vestur, einkum á prestssetrinu
Stað; var margs við leitað til þess að koma fyrir
draugn-ym. Þorleifur Þórðarson (Galdra-Leifi) átti þá heima þar
1 grennd, er talinn búa á Garðsstöðum nálægt Ögri. Hann

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0261.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free