- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
23

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 3

fjölmóður

23

Lbs. 1645, 4to., bls. 398—399, og Lbs. 1647, 4to., bls.
796—797, en þau handrit eru eflirrit af frumbókunum í
AM. 244, 4to., og 246, 4to.). En eigi fekk þó síra
Guð-mundur prestskap aftur, meðan Gisli byskup lifði, þótt
byskup væri honum fylgjandi, þvi að Bessastaðafógetar
uiunu hafa andmælt honum. Það var eigi fyrr en 24
ár-um seinna, að Brynjólfur byskup Sveinsson fekk komið
þvi til vegar, að síra Guðmundur fekk aftur prestakall,
Hjaltastað i Útmannasveit (árið 1654); þó hafði síra
Guð-mundur raunar verið aðstoðarprestur á sama stað 9 eða
10 ár, eftir því sem Steingrímur byskup segir i
ættartól-um sinum (II. b., bls. 788, handritasafn
Landsbókasafns-ins, Lbs. 184, 4to.).

Þessa málastapps sira Guðmundar er hér þess vegna
getið, að það varð einnig óhappadrjógt Jóni, föður hans;
kom svo fyrir honum út af afskiptum hans af málinu,
að hann var kærður af Olafi Péturssyni fyrir galdra og
kukl- kom sú kæra ekki til alþingis, heldur nefndi Ólafur
asamt prófastinum, sira Ormi Egilssyni á Kálfatjörn,
ná-læga presta og sýslumenn i dóm á Bessastöðum, og var
Jón þar dæmdur útlægur fyrir meðferð galdrakvers þess,
er hann hafði samið og áður er rakið efni i. Hefir sú
rnálsmeðferð tæplega verið að öllu lögleg og Ólafur sjálfsagt
óllu ráðið í dóminum; er því von, þótt Jón kvarti yfir því
1 Ævidrápunni, að hann hafi ekki fengið að njóta fullra
’aga, með þvi að mál hans var ekki sett til úrskurðar
lögréttu. Utlegðardómurinn yfir Jóni er kveðinn upp á
^essastöðum 1. ágúst 1631 (og er að finna í handriti í
a’þingisbók 1637 við num. 2). Var nú komið í óefni fyrir
Jóni, 0g sá hann nú ekki annað ráð vænna en fara um
landið huldu höfði; hefir ævi hans þá verið hin versta,
er fáir treystust nú til þess að skjóta yfir hann skjólshúsi,
nieð því að hann var kominn í fjandskap við
Bessastaða-valdið. Jón rekur þessar nauðir i Ævidrápu sinni, i 216.
er»ndi og næstu erindum um hrið þar á eftir. Hefir liann
farið vestur um land og haldið siðan norður eftir.
Lik-^ega hefir hann þá dvalizt sumstaðar nokkuð lengi og þá
haft ofan af fyrir sér með smiðum. Snuðrað hefir Jón þá

2*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0267.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free