- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
29

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 3

fjölmóður

29

mætti rannsaka það með samanburði við aðrar rímur,
sem til eru eftir hann, en það verkefni heyrir eigi hér til.
Það væri og, ef til vill, vert að gefa nánara gaum að
rimum þessum, vegna þess að Ólafur Daviðsson hefir
ekki notað þá heimild i ritgerð sinni um Spánverjavígin,
sem fyrr er nefnd.

Ævidrápa Jóns lærða, sem einnig er kölluð
Fjölmóð-ur, er orkt árið 1649, að því er segir i handriti þvi, sem
hér er merkt A. Hefir Jón þá verið 75 ára að aldri;
handrit af þessu kvæði sinu mun hann liafa sent
Bryn-jólfi byskupi Sveinssyni, er hann getur lofsamlega i 320.
—321. erindi Ævidrápunnar. f*vi miður er eiginhandarrit
Jóns að þessu kvæði nú ekki til, svo að menn viti.
Kvæðið er þvi hér gefið út eftir eftirritum, og eru þau
tvö, sem menn vita af.

1. Handrit i handritasafni Landsbókasafnsins, Lbs.
89, 8vo; það mun vera ritað hér um bil 1720—1750; ekki
§et eg að svo stöddu sagt, með hvers hendi það er, en
skólagenginn virðist sá hafa verið, sem skrifað hefir það.
í þessu handriti eru jTmisleg íleiri rit með öðrum höndum,
°g hafa ritgerðirnar upphaflega eigi verið saman, eftir þvi
sem ráða er af greinagerð Páls stúdents Pálssonar framan
við handritið. Ævidrápan er aftast i handritinu, og segir
l3áll stúdent þetta um hana: »Hins vegar er siðasti
kafl-lnn, o: Ævidrápa Jóns lærða, tínd saman úr
lausablöð-um þess, |þ. e. safnsins] og samanlesin og fylld að þvi
leyti [sem| varð eftir öðru handrili«, þ. e. handritinu sem
hér er merkt B. Þetta er aðalhandritið, sem farið hefir
verið eftir, og hefir þvi verið fylgt viðast hvar i útgáfunni,
enda virðist það yfirleitt halda ýmsu, er einkennilegt er
°g Hklegt er, að verið hafi í frumritinu. Stafsetningu hefir
þó ekki verið haldið, með þvi að ekki var um frumrit
að ræða, en að öðru leyti hefir þó verið haldið rithætti,
Þar sem ritað virðist eftir framburði, þótt nu sé annar
ritháttur talinn réttari. — Petta handrit er hér kallað A.

2. Handrit i liandritasafni Landsbókasafnsins, JS. 609,
4to., sem hér er kallað B. Fremst í þessu handriti er
rit-§erð Jóns um ættir og siekti, sem Hannes Porsteinsson

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0273.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free