- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
8

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.



BÆJANÖFN

SAFN V

10. Valshamar.

Valshamarsbær stendur sunnan undir felli einu
nokkuð háu og stóru um sig. Austanvert í fellinu er
klettahamar, sem að nokkru leyti sést frá bnenum, og
ber hann nafnið Valshamar, en er í daglegu tali að
eins nefndur Hamarinn (Sbr. Sturlungu II. 60. kap.).
Hamarinn er vafalaust kendur við val fálka, sem
hefir setið þar eða orpið. Gæti, ef til vill, lika verið
mannsnafn.

11. Breiðabálslaður.

Þessi bær á töluvert marga nafna á íslandi og
skýring heitisins virðist vera augljós, svo að út i það
verður ekki farið frekar. Þar sem bær þessi stendur
er breitt bil á milli tveggja fjalla, Iiláffells og
Háskerð-ings, og er umhverfi bæjarins eins og viður
hálfhring-ur, svo að lokað er fyrir útsýni, nema til vesturs. Svæði
þetta eða grunna dalhvapp er vitt ummáls, og mun það
vera »hið breiða ból«, sem staðurinn dregur nafn af.

12. Drangar.

í útnorður frá Breiðabólstað, skammt neðar, við
sjóinn standa Drangar. Fyrir austan og ofan bæinn eru
3—4 smáfell, sem i daglegu tali eru kölluð Drangarnir.
Eiginlega eru það hæðir eða fell, en alls ekki drangar
eftir vanalegri merking þess orðs. En klettar eru háir
að austanverðu í fellum þessum, og hefir auðsjáanlega
mikið klofnað og hrunið niður af þeim og margir
stórir klettastöplar liggja þar niðurfallnir. Get ég, að
þeir stöplar muni áður hafa staðið uppréttir, og þá
voru þeir sannkallaðir drangar. Þeir hafa staðið meðan
nafnið festist við bæinn, en siðan lagzt til sinnar
hinnstu hvildar.

13. Háls.

Milli Háskerðings og Straumsfjalls er háls einn lægri
en nefnd fjöll, og heitir hann Setbergsháls. Yfir hann
liggur alfaravegurinn um Skógarströnd. Norðan undir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0356.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free