- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
10

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

58

STAÐANÖFN

SAFN V

kölluð Bergið og Bergsdalur er nefndur þar fyrir ofan.
Þetta er skiljanlega það, sem fornmenn hafa nefnt
set-berg, og réttasta skýringin mun það vera, að það sé
dregið af sæti eða set; slikar hæðir hafa haft svipaða
lögun og sæti eða bekkur, og við þessa einkennilegu
hæð er bærinn vitanlega kenndur.

17. Litli-Langadalur.

Á Útströnd eru tveir dalir, sem báðir liggja til
suðurs í fjallgarðinn. Heitir hvortveggi Langadalur, en
eru aðgreindir með lýsingarorðunum »litli« og »stóri«.
Báðir munu vera hér um bil jafnlangir; þeir liggja
sinn hvoru megin við Grásteinsfjall. Munur þeirra er
að eins sá, að Litli-Langadalur sýnist vera grynnri og
fláir meira út að ofan en hinn, sem hefir klettabelti og
brattar hlíðar umhverfis sig. En klettabelti sést varla i
Litla-Langadal. 1 fornöld voru þeir nefndir »inn minni
og inn meiri Langadalur«. í Litla-Langadal standa
bæ-irnir Setberg og Litli-Langadalur.

18. Klungurbrekka.

Austanverðu við mynnið á hinum meira dalnum,
við öxlina á Grásteinsfjalli, stendur bærinn
Iílungur-brekka. Eins og nú er kunnugt, mun nafnið dregið af
þyrnirósinni, er vex i hliðinni fyrir ofan bæinn. Hefir
hún á landnámstið eða í fyrri daga verið kölluð
klung-ur, en ekki þyrnir. Er hliðin líka eða brekkan
sérstak-lega einkennileg vegna jurtar þessarar. Margir
ókunn-ugir hafa haldið, að klungur væri dregið af miklu grjóti
eða urð, sem í hlíðinni væri, en það er eigi; hliðin er
þarna grösug og litið grýlt. Kjartan prestur Helgason i
Hruna mun fyrstur hafa bent á, að þelta forneskjunafn
myndi eiga við þyrnirósina. Enda er mjög sennilegt, að
svo sé, og bærinn hafi svo fengið nafn sitt af þessari
sjaldgæfu þyrnibrekku.

19. Haukabrekka.

Þessi bær stendur undir hliðinni á Grásteinsfjalli

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0358.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free