- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
8

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

8

DÓMKIRKJAN Á IIÓLUM

SAFN V

að heilsa, og fyrir þá sök sér nú ekki stein yfir steini
af hinni fornu, fögru dómkirkju á Hólum.
Frásagn-irnar um hörmungar þær, sem yfir húsið hafa gengið,
eru einar eptir. Frásagnirnar, sem flestar eru
allsnubb-óttar, eru dreifðar um ýmsar sögur og annála. Útgrepti
gjörði höf. á Hólum sumarið 1918 til að athuga, hvort
jörðin hefði ekki geymt betur það, sem henni var trúað
fyrir, heldur en mennirnir. Það var að vísu
fyrirsjáan-legt, að litill eða enginn árangur yrði af þeim, þar
sem grafreiturinn, er kirkjan stóð í, er notaður enn í
dag, en engu að síður var sjálfsagt að gjöra tilraunina,
ef eitthvað skyldi tinnast. Á árangurinn af þessari
rann-sókn er nákvæmlega minst í siðasta kafla þessa rits.
Þótt hann væri lítill að vöxtunum, er hann ekki með
öllu ómerkilegur.

Fyrstu kirkju á Hólum bygði Oxi Hjaltason um
10501). Hann var bóndi á Hólum og sonur Hjalta
Þórðarsonar þess, er bjó á Hofi í Hjaltadal 10283).
»Þat hyggja menn, at sú kirkja hafi mest gjörr verit
á öllu íslandi, er Oxi lét gera, ok lagði til þeirrar kirkju
mikil auðræði og lét hana búa innan vel og vandliga
ok þekja blýi alla. En sú kirkja brann upp með öllu
skrúði sínu ok leyndum dómi guðs«8), en hvenær það
gjörðist, er ekki kunnugt. Svo virðist sem Oxi hafl ekki
sjálfur endurreist kirkjuna, þvi að þegar hinn
bless-aði Jón biskup, hinn fyrsti með því nafni,
Ögmundar-son á Hólum, lét reisa kirkju sína, lét hann »ofan
brjóta kirkju þá, sem áður var. Sú kirkja hafði gjör

1) Jóns biskups saga hin elzta B. S. I, 163 (með neðanmgr.),
sbr. Jóns sögu ýngri B. S. I, 235.

2) Grella, 161.

3) B. S. I, 163, sbr. 235. Par sem Jóns saga elzta hermir, að

kirkjan hafl bæði verið undir trépaki og þakin með blýi, virðist

svo sem um misskilning geti verið að ræða, enda sleppir Jóns

saga ýngri trépakinu úr frásögn sinni. Hinsvegar væri líka

hugsanlegt, að skilja bæri staðinn svo, að ræfrið hafi verið úr
tré, en lagt blýi að utan, Mun að pessu vikið í síðasta kafla

þessa rits.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0404.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free