- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
16

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

16

DÓMKIRKJAN Á IIÓLUM

safn v

ósi, á stól á Hólum1), og fór þar með biskuplegt vald
til dauðadags 13222). Það, sem kunnugt er um hann,
bæði frá viðureign hans og kórsbræðra í Niðarósi við
Jörund erkibiskup, og eins alt framferði hans hér á
landi, bendir til þess, að hann hafi verið
samtiðar-mönnum sinum fremri að flestu, og fyrirrennurum
sinum og eptirkomendum Hólabiskupum framsýnni og
framtaksamari um staðarforráð. Þá er hann 1314 kom
til stólsins, hafði hann út með sér timburstokka, flutti
þá heim til Hóla og bygði úr þeim stofu mikla —
Auðunarstofu3) —. Hann hafði og með sér steinsmiði
og lét gjöra steinofn i stofuna og ýmsar bætur úr steini
á kirkju Jörundar biskups4), sem siðar mun verða á
vikið. Varla virðist ofnsmiðið eða kirkjubæturnar geta
hafa gefið nægilegt tilefni til að hann flutti út hingað
með sér steinsmiðina. Eðlilegast er að ætla, að hann
hafi haft eitthvað meira i huga, og verður þá einna
næst fyrir að ætla, að hann hafi haft í hyggju að byggja
steinkirkju á Hólum, enda er ýmislegt sem bendir
á-kveðið i þá átt. Á árunum 1702—1712 kom Árni Magn-

1) B. S. I, 827 og I. A.

2) B. S. I, 837 og I. A.

3) B. S. I, 828, 888. Á báðum stöðunum eru nefndir
timb-urstokkar, og hefur húsið því verið stokkhús (blokkhús), sbr.
Æ. J. P. I, 204. Biskupsstofan forna i Kirkjubæ í Færeyjum, sem
enn er að mestu leyti við liði, er einnig stokkhús (sjá Aarsb. 1906,
65). Auðunarstofa var rifin 1826, 512 ára gömul, og
timburstokk-arnir úr henni seldir á uppboði (sbr. A. I. F. F. 1913, bls. 65). Hafa
peir eptir þvi að dæma þá verið i svo góðu standi, að vel hefði
húsið mátt standa enn í dag, ef vit og vilji hefði verið til. 1759—1763
meðan verið var að smíða kirkju þá, sem nú er á Hólum, var
stofan notuð sem kirkja (sjá Æ. J. P. I, 204). Stofan sést á mynd
af Hólum i ferðabók Hendersons (eptir bls. 110)? og má sá
uppdráttur gefa nokkra hugmynd um útlit hennar, þó að bæði sé
hann litill og illa gjörður (»forteiknaður«); segir höf., að stofan
hafi verið tvilypt (Henderson, bls. 111). Það virðist hún þó fyrst
vera orðin eptir 1763 (sjá Æ. J. P. 1. c. og bls. 21 hér að aptan),
því að þá mun hún hafa verið með opnum þakstól (beru ræfri),
nema efra loptið hafi þá verið haft fyrir kirkju.

4) B. S. I, 830, 890.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0412.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free