- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
23

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

’ í HJALTADAL

23

sem hér er tilfærð, að ekki hefir mönnum þótt
storm-urinn, sem kirkjan féll i, svo mikill, að kirkjan hefði
ekki mátt afbera hann, ef alt hefði verið sem skyldi.
Að umsjónarmenn kirkjunnar hafi orðið varir við
þennan orðróm og þótt hann þess verður að kæfa
hann niður, má ráða af því, að þeir, arið eptir að
kirkjan fauk, eru að útvega sér vottorð um, að þeir
hafi haldið kirkjunni við eins vel og vera bar. En ekki
sýna þau vottorð annað en að aðhlynning sú, sem
kirkjan fékk árið, sem hún fauk, hafi ekki verið lakari
enn sú, sem hún hafði fengið árlega áður, og er i þvi
heldur litil afbötun1). Ekki þykir vottorðum þessum
stormurinn hafa verið slikur, að kirkjan hafi þurft að
falla af honum einum, og benda á, að dreifa mætti til
jarðskjálftakippum, sem fundizt höfðu um það leyti,
sem kirkjan fauk. En eins og sjá má af frásögninni
hér að framan, er höfundur hennar ekki neitt ákaflega
trúaður á jarðskjálftann, sem hann líka hefir heyrt
getið um, og telur vafasamt, að hann hafi verið
sam-fara storminum. En hvað sem annars kann að hafa
verið spjallað manna á meðal um handvömm og
hirðu-leysi, er hitt víst, að hið opinbera lét ekki málið til
sin taka.

Iíirkja sú, sem bygð var á dögum Guðbrands
biskups, stóð fram til ársins 1759, þá lét Gisli biskup
Magnússon taka hana ofan2). Þar sem hvorki þessi
kirkja, né heldur sú, er þar stendur nú, munu verða
gerðar frekar að umtalsefni, skal hér sett lýsing á
henni eptir samtiðarmann, sira Þorstein Pétursson á
Staðarbakka. Hann segir: »Eg vil byrja á
Hóladóm-kirkju hinni fornu, sem nú alt hingað á vora daga

1) Vottorðin, sem til eru, eru tvö, Bisk. Hól. Chart. Fasc.
IV, 22 og 23 í Pjóðskjalasafninu og eru þau tekin upp i siðasta
kaíla rits pessa.

2) Æ. J. P. I, 199. Neðanmáls er par miðað við að kirkjan
sé bygð 1627 og árið, sem hún var rifin, þvi talið 1760 (1627+
!33). En búið er að sýna fram á, að kirkjan var bygð 1626, og
var hún þvi rifin 1759.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0419.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free