- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
25

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 6

’ í HJALTADAL

25

veldið danska var einvaldara á dögum Friðriks V.
(1746—1766) enn nokkurn tima fyr. Danir nefna það
einveldið hpplýsta, enn varla mun nokkur heilvita
niaður láta sér detta i hug, að nefna það því nafni,
eins og það hagaði sér á íslandi. Þegar konungur var
orðinn sannfæiður um, að nauðsynlegt væri að efna
til nýrrar kirkju, lét hann stofna til opinberra
sam-skota i Danmörku til þess að afla fjárins, sem með
þurfti til verksins1). En ekki var látið hér við lenda,
heldur lagði hin konunglega betliför leið sina um
önn-ur ríki álfunnar — England —, og lagður var tveggja
niarka skattur á hverja kirkju’í konungsrikjunum þrem,
Danmörku, Noregi og íslandi, til þess að hlífa pýngju
konungs við kostnaði af kirkjubyggingunni eins og
h’ekast var unt2). Með þessu móti reyttust saman 50,000
rikisdalir, sem þó, þegar á átti að herða, var ekki
öll-um varið til kirkjubyggingarinnar á Hólum. En
silki-húfan upp af öllu saman var þó, að norðlenzkum
hændum var þrúgað til að vinna skylduvinnu
endur-gjaldslaust við ldrkjubygginguna, »eins og það skeður
við almúgann i vorum ríkjum«, undir eptirliti dansks
múrsveins3).

Kirkjusmíðinni var lokið 1763. Er kirkjan gjörð úr
sama rauða steini úr Hólabyrðu sem steinkirkja
Auðun-ar biskups átti að vera, að þvi er Árni Magnússon
herm-lr í lýsingu þeirri á Hólakirkju, sem áður hefir verið
niinzt á. Auk laupsins er sföpull við vesturenda
kirkj-unnar jafnhár mæni4), en skrúðhús við austurgafl.
Sér-stakt kórhýsi er ekki á kirkjunni. Hjá síra Þorsteini

1) í Lagagriplu Æ. J. P. I, 200-201,

2) Pélur, bls 495.

3) Æ. J. p. I, 202.

4) Sira Þorsteinn segir i Lagagriplu, að stöpullinn hafi
^ldrei orðið hærri, af pví að peningar þeir af
kirkjubyggingar-fönu, sem til pess voru ætlaðir, hafi að boði konungs verið
notaðir til viðreisnar bæjarins Björgynjar i Noregi, sem brann
arið 1757 (sjá Æ. J. P. I, 204), og er þetta í góðu samræmi við
annað, sem kom fram við ísland í þá daga.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0421.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free