- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
27

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

’ í HJALTADAL

27

ýmsum Hólabiskupum eptir siðaskiptin1), en 1885 var
gjört við kirkjuna, sem kallað var, milligerðin milli
kórs-ins og kirkjunnar og útskornir bekkir voru teknir ofan
og seldir á uppboði, skrúðbúsið rifið2) og
biskupa-myndirnar og flest annað, sem kirkjan átti fémætt, var
flutt suður á Þjóðmenjasafnið, svo að nú stendur
kirkj-an i sinni eðlilegu nekt sem hæfilegur minnisvarði yfir
menningaráhrif hins upplýsta einveldis á íslandi3).

Iíirknatal á Hólum er þá svona:

A. Fyrir siðaskiptin.

1. Kirkja Oxa Hjaltasonar frá hérumbil 1050—jyrir
1106.

2. Kirkja bygð af ókendum manni frá eptir 1050 —
hérumbil 1107.

3. Kirkja hins blessaða Jóns biskups Ögmundarsonar
frá hérumbil 1107—hérumbil 1294, með viðgjörð
hérumbil 1200.

4. Kirkja Jörundar biskups frá hérumbil 1294—1394,
með umbótum eptir Auðun biskup á tímabilinu
1314—13204).

1) Mynd innan úr kirkjunni frá pví á öldinni, sem leió, er
i »Atlas liistoriciue®, sem fylgir Gaimard.

2) Þegar höf. gróf eptir grúnni kirkju Péturs biskups
Niku-lássonar norður á Hólum sumarið 1918 fundust við austurgaíl
kirkjunnar leifar af grunninum undan því. Sjá töflu XI. og
mynd 4.

3) 1 kirkjunni eru nú af fornum gripum altaristaflan
got-neska, er Jón biskup VI. lagði til kirkjunnar og getið heíir verið
aður, skirnarfontur úr steini frá 17. öld, tveir stórir
róðukross-ar. kertistikur og Ijósahjálmar úr kopar, silfurkaleikur gyltur
°g ef til vill steinaltari það, er Auðun Porbergsson lét gjöra í
kirkjuna. Mun að því verða vikið síðar.

4) Pótt Auðun biskup tæki biskupsdóm 1313, kom hann
fyrst hingað til lands árið eptir og fór utan 1320 og lézt í þeirri
ferð 1322 (sjá I. A.). Kirkjubætur hans og byggingarstarfsemi á
Hólum hlýtur því að hafa gjörzt einhvern tima á þessu timabiH.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0423.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free