- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
63

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 6

’ í HJALTADAL

63

svo, að almenningur hefir álitið það einsætt, að sá Jón,
sem kirkjan væri helguð, væri ekki Jón postuli, heldur
Jón biskup, sem vitanlega stóð mönnum miklu nær,
— jafn sjálfsagt eins og Árna Magnússyni finst það i
lýsingu sinni á dómkirkjunni. Þegar kirkjan var vigð
1395 hefir sennilega þegjandi og hljóðalaust verið skipt
Um Jóna, og biskupinn, sem löngu hefir verið búinn
að sigra i meðvitund fólksins, verið settur i stað
post-ulans. Að kirkjan hefir áfram verið helguð Mariu mey,
leiðir nokkurn veginn af sjálfu sér.

Eptir siðaskiptin lagðist sú venja niður, að kirkjur
hefðu nafn- og verndardýrlinga hér á landi. Var það
eðlileg afleiðing af afstöðu hins nýja siðar til áköllunar
helgra manna. Ekki er heldur kunnugt, að kirkja
Guð-brands biskups hafi verið neinum helguð. Um
kirkj-una, sem lokið var við 1763, er samt nokkuð öðru
máli að gegna; hún er sem sé helguð — Friðriki
kon-ungi V., og er það skráð með gullnu letii á
marmara-töflu yfir dyrunum, að María móðir guðs hafi orðið að
vikja fyrir honum1). Er þetta einkar glögt sýnishorn af
hinu ógeðfelda daðri þeirrar tiðar við lconungana.

Eptirfarandi tafla sýnir, hverjum dómkirkjan hefir
■verið helguð frá öndverðu, að svo miklu leyti, sem það
er kunnugt.

A. Fyrir siðaskiptin.

1. lvirkja Oxa Hjaltasonar l{ Nafn- og vemdardgrl-

2. Önnur kirkjan á Hólum )( ingar ókunnir.

3. Kirkja Jóns biskups var helguð Maríu meg?

1) Á marmaratöflunni yfir kirkjudj’runum slendur: »Deo
ter o(ptimo) m(aximo) protegente, clementissimo et augustissimo
rege Fredericho quinto promovente, collegio, cui generalis
eccle-"Siarum per utrumque regnum demandata est clementissime cura,
procuraute, sacra ædes hæc est exstructa, lignea quondam, nunc.
lapidea, virgini matri mirtc post deum patriw patri dedicata.
-A(nno) R(estauratæ) S(alutis) MDGCLXII (sic). Æ. J. P. I, 206.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0459.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free