- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
65

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

II.

íslenzkar kirkjur alment á
miðöldunum.

Hugmynd sú, sem menn munu gjöra sér um
ís-lenzka sveitakirkju i kaþólskum sið eptir lýsingunni á
kirkju Oxa Hjaltasonar á Hólum i sögu Jóns biskups
helga1), reynist við nánari rannsókn langtum fegurri
en kirkjurnar i raun og veru voru. Þvi að
kirkjurn-ar voru bygðar úr efni, sem var bæði ósélegt fyrir
augað og haldlítið. Þess er fjöldi dæma, að kirkjunum
væri illa haldið við og þær að falli komnar, og að þær
væru hafðar til gjörsamlega veraldlegra nota. Hið illa
ásigkomulag kirknanna var reyndar ekki að furða.
Þegar siðaskiptin hófust með Luther, var um allan
kristinn heim kominn óhemjandi ofsavöxtur i hin
ver-aldlegu yfirráð rómversku kirkjunnar til niðurdreps
borgaralegu og kirkjulegu lifi2), og ekki hvað sizt hér
á landi. Kröfur þær, sem kirkjan gjörði til kristins lýðs
voru orðnar mætti hans og vilja gjörsamlega ofvaxnar,
°g meðal margs annars ills, sem af því leiddi, var
vanhirzla og vanhirðing kirknanna, sem voru orðnar
°f margar, og það svo að fram úr öllu hófi keyrði.

1) Sjá kanann um sögu dómkirkjunnar.

2) Pó að kirkjuþingið i Trient að visu væri tekið til starfa,
°g hefði starfað nokkra stund (1545—1550) áður en ísland hvarf
úr tölu kaþólskra landa, gætti hinna heillavænlegu áhrifa þess
aldrei hér, enda hefðu þau, eins og á stóð, ekki getað bjargað
landinu undan siðaskiptaöldunni, sem þvingað var inn yfir
landið í pólítiskum tilgangi þvi til stórtjóns, hvaðan sem á er
!itið, þó að ef til vill megi segja, að betur hafi úr ræzt en á
horfðist, og er hér ekki sveigt að trúarbragðalegu hliðinni.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0461.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free