- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
67

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

i HJALTADAL

67

holtsbiskups Einarssonar um klerka i þvi biskupsdæmi
15421). Hann telur 150 presta óklausturvigða, 19 munka
i samtals 4 klaustrum og 7 nunnur i 1 ldaustri. Ef
giört er ráð fyrir þvi, að íbúatalan hafi verið.orðin
jafnstór það ár eins og hún var 1311, og að tilgátur
Björns Ólsens um það séu réttar, ætti ibúatala
Skál-holtsbiskupsdæmis þá að hafa verið 50,578, og handa
þeim mannfjölda ætlaðir 169 prestar eða 3,3 pro
mille. Sé hæfilegt tillit tekið til þess, hversu
viðáttu-fflikið það biskupsdæmi er, samanborið við
ibúafjöld-ann, virðist klerkatalan vera nokkurn veginn hæfileg.
En úr þvi að klerkatalan i Skálholtsbiskupsdæmi
reyn-ist hæfileg, er óskiljanlegur ofvöxturinn í henni i
Hóla-biskupsdæmi, þvi að væri of margt klerka i öðru
bisk-upsdæminu, ætti maður að mega búast við hinu sama
i hinu. Það hlýtur því að vera svo, að skrá Gizurar
hiskups eigi að eins við nokkurn hluta
klerkastéttarinn-ar í biskupsdæminu. Og við nánari rannsókn reynist
lika svo, að hún á að eins við þá presta og
klaustur-vigðu menn, sem ekki vildu aðhyllast hinn nýjá sið,
þvi munkar eru taldir eptir klaustrum með nefndum
oöfnum, og er Sigvarður ábóti Halldórsson i
Þykkva-hæ, siðar biskupsefni i Skálholti, talinn með, þó að
hann ásamt 6 öðrum klerkum á prestastefnunni i
Mið-dal 28. júni 1542 hefði neitað að taka við kirkjuskipun
Kristjáns III.2), en Alexius ábóti Pálsson i Viðey, sem
sama dag á sömu prestastefnu ásamt 27 öðrum
klerk-utn hafði tekið við Ordinatiunni3), er ekki talinn,
hvorki i klaustri sínu Viðey né annarsstaðar. Þegar
svo hér við bætist, að þegar Páll biskup Jónsson i
Skálholti (1195—1211), eptir þvi, sem Páls biskups saga
hermir, lét telja kirkjur og klerka i
Skálholtsbiskups-daemi, reyndust kirkjurnar vera 220, en klerkarnir 290*),

1) D. I. XI, 186-187.

2 )–-XI, 137—138.

3 )–-XI, 135—137.

4) B. S. I, 136.

3

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0463.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free