- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
69

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

í HJALTADAL

69

um hálfkirkjur og bænhús er sjálfsagt. Ekki þarf að
efa, að biskupsdæmið hafi verið ofsett kirkjum og
kennimönnum, en þess ber þó að geta um
presta-stéttina, að hún var miklu fjölmennari en hér er gefið
i skyn, þvi að skrárnar telja ekki klaustraklerka, og
ekki heldur þá klerka, sem voru embættislausir og
hálfgjörðir flökkuklerkar, og voru þeir ekki fáir.
Pað gefur að skilja, að tæpum 22,000 mönnum hafi
veitt erfitt að halda uppi öllum þessum klerkafjölda,
°g halda við öllum þessum kirkjuhúsum svo sæmilegt
væri. Þetta hefir ekki eingöngu bitnað á söfnuðunum
alment, heldur hefir það miklu fremur bitnað á
klerk-unum, sér i lagi lágklerkunum1). Á alt ástand og
fyrir-komulag kirknanna hefir það vitanlega lika haft
geysi-mikil áhrif. Kirkjurnar voru, eins og siðar mun verða
vikið að, bygðar úr svo duglitlu efni, að þær þurftu
stöðugs viðhalds og margfaldra viðgerða við. En þetta
viðhald fengu kirkjurnar ekki, og sést það einkar glögt
á þvi auma ástandi, sem kirkjurnar að jafnaði reynast
vera i eptir orðum máldaganna. Getur þetta ekki komið
til af öðru en þvi, að þjóðin, þrátt fyrir ágæt
þving-unarmeðul kirkjunnar, var ekki fær um að rísa undir
hyrðinni af öllu þessu og veita klerkunum hæfilegt
uppheldi og kirkjunni hæfilegt viðhald. Ekki verður
skotaskuld úr að skilja það, að kirkjurnar upp og ofan
voru feikilitlar, ef menn athuga, að hver kirkja i hæsta
!agi að meðaltali hefir verið ætluð 100 manns til afnota.

En sé litið á hina mörgu máldaga, sem prentaðir
eru í Diplomatarium islandicum, sem eru frá fjölda
kirkna með mjög misjöfnum efnahag, og mjög
misjafn-iega stórum, verður myndin af kirkjunum nokkuð
önnur. I þessum máldögum eru taldir lausafjármunir
kirknanna, kaleikar og kirkjuföt og ýmiskonar áhöld,
sem notuð voru i kirkjunum. En þar verður hvergi

1) Aðstaða kennimanna varð töluvert erfiðari fyrir þá sök,
að það var farið að tiðkazt, að biskupar veittu leikmönnum
^eneficia. Sjást allmörg dæmi þess í D. /.

4*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0465.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free