- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
71

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 6

’ í HJALTADAL

71

gjörði harðindi mikil, og á vorþingi á Þingeyrum —
þar sem siðar var klaustrið reist — var því að áeggjan
Jóns biskups heitið að byggja þar bæ og kirkju, og
«eptir þetta lagði hinn helgi Jón biskup af sér skikkju
sina ok markaði sjálfr grundvöll undir kirkjunaö1).
Um samskonar athöfn er getið í Laxdælu; þar segir:
»Þorkell Eyjólfsson markaði grundvöll til kirkju«2),
en hér er sá munurinn, að athöfnin er framin af
leik-nianni. Þar sem steinkirkjur að öllum likindum hafa
ekki þekzt á Islandi, getur varla hafa verið um það að
ræða, a’ð sú helgiathöfn, sem nefnd er lagning
hyrn-ingarsteins (impositio lapidis primarii) hafi farið fram
hér, en ekki væri óhugsandi, að mörkun
kirkjugrund-vallar hafi verið athöfn, sem vegna staðhátta hafi átt
betur við hér, og þvi verið látin koma i stað hinnar3).

Þó að kirkjur væru ekki graptarkirkjur, lágu þær
engu að siður optast nær á afgirtu svæði,
nokkurskon-ar kirkjugarði, sem ekki var grafreitur, og virðast þessir

1) B. S. I, 171, sbr. 244.

2) Laxd. bls. 255.

3) Það vantar hér pví miður tæki til að rannsaka, hvort
slikt muni hafa verið siður annarsstaðar, — hvort á undan
impositio lapidis primarii eða samfara henni hafi verið
af-niörkun kirkjugrunns sem helgiathöfn. Pó að nú sé sú athöfn
ekki til, bendir sitthvað pó i pá átt, að fyrrum hafi hún verið.
Impositio lapidis primarii er biskupsverk, en ég hefi ekki haft
Pontificale romanum með höndum, meðan ég var að taka
sam-an petta rit, og man ekki upp á hár, hvernig verkið er framið.
fó er prestum, sem par til hafa sérstakt umboð, heimilt að
gjöra pað, og er því til sérstakur »Ritus benedicendi et
im-ponendi primarium lapidem pro ecclesia ædificanda, servandus
a sacerdote facultatem habente ab episcopo« (Rituale bls. 349—
358). í honum segir svo: »Psalm. Miserere mei, Deus, dicitur
totus cum Gloria Patri. Quo dicto, Sacerdos spargit aquam
bene-dictam per omnia fundamenta si sunt aperta: si vero non sunt
aperta, circuit aspergendo fundamenta Ecclesiæ designata«
(Rituale bls. 356). Síðarnefnda fyrirkomulagið að vígja grunninn
ótekinn, virðist vera allgreinilegar leifar (rudimentum) pess
siðar að marka og vigja grundvöll kirkju með helgiathöfn,
áður en farið er að byggja hana.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0467.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free