- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
75

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 6

’ í HJALTADAL

75

Vatnsfirði1),
Viðimýri2),

Póroddsstað í Kinn3).

Af þessum kirkjugörðum eru enn notaðir: Háls í
Fnjóskadal, Hofstaðir í Skagafirði, Saurbær i Eyjafirði,
Selárdalur, Úlfljótsvatn, Vatnsfjörður, Viðimýri og
Þór-oddsstaður i Kinn. Hringmyndaðir eru enn með öllu:
Háls i Fnjóskadal, Saurbær i Eyjafirði, Vatnsfjörður og
Þóroddsstaður i Iíinn. Selárdals og Úlfljótsvatnsgarður
hafa að nokkru mist lögun sina, er þeir hafa verið
stækk-aðir, svo að nú er ein hliðin á þeim bein lina, en
Hof-staðagarður í Skagafirði og Víðimýrar eru nú ferstrendir,
°g sést enn marka fyrir gamla garðinum á Hofstöðum,
en hvergi á Viðimýri. Fyrir hinum kirkjugörðunum,
sem nú eru niðurlagðir, þótt sumir séu á stöðum, þar
sem enn er kirkja, markar öllum greinilega. Enn ber
að geta þess, að kirkjugarðurinn á Munkaþverá hefir
til skamms tíma verið kringlóttur, en er nú
ferstrend-ur og kvað enn marka fyrir gamla garðinum4). Eins
var gamli kirkjugarðurinn á Hólum i Hjaltadal
hring-myndaður (sporöskjulagaður), en nýi kirkjugai’ðurinn
er ferstrendur5). Bendir þetta alt til þess, að kringlóttir
kirkjugarðar séu horfinn siður horfins tima6).

Ekki þarf að efa þáð, að það er ekki handahóf,
sem hefir ráðið þvi, hver lögun var valin
kirkjugörð-unum, ferstrend eða kringlótt, heldur hafa til þessjlegið
einhverjar orsakir, sem þá hafa verið góðar og gildar.
Sú ástæða, er i fljótu bragði virðist mæla
greini-legast með kringlóttum görðum er, að hringur er styzta
’ína, sem dregin verður um ákveðinn flöt. Ættu þeir

1) Sjá síðar í þessum kafla ritgjörðarinnar. Sbr. töflu XII.

2) Sögn Pálma yfirkennara Pálssonar. Sbr. Kaalund II, 65.

3) Sögn Sigurðar skólastjóra Sigurðssonar á Hólum.

4) Sögn Jónasar læknis Jónassonar Rafnar.

5) Sbr. töflu I.

6) Getið skal þess hér, að á mynd af Saurbæjarkirkju á
Hvalfjarðarströnd i Ferðabók Mackenzies bls. 141 virðist
kirkju-garðsgirðingin vera kringlótt.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0471.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free