- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
82

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

82

DÓMIvIRKJAN Á HÓLUM

s.a fn v

garðinum til að verjast þaðan. Það vakti athygli við
rannsóknina, að rústin af gömlu kirkjunni, sem í
garð-inum er, skyldi liggja svo að segja alveg út við
kirkju-garðsvegginn bæjarmegin, en ekki i miðjum garðinum
eins og að jafnaði tíðkast, en þarna mun hún stöðugt
hafa legið, og einmitt þarna til þess að göngin af
bæj-unnm væru eins stutt og mögulegt var; styður þetta
því einnig frásöguna um göngin. Ekki hefir verið hægt
að rannsaka þau vegna hinna nýju leiða, sem i þeim
og kringum þau eru1).

Örskömmu fyrir vestan Vatnsfjarðarstað liggur
lág-ur háls, Vatnsfjarðarháls. Hann er stöllóttur og liggur
norður eptir miðju Vatnsfjarðarnesi. Efsti hjallinn er
kallaður Grettishjalli. Á hjallanum stendur varða, sem
kölluð er Grettisvarða, og er hún hlaðin upp úr grjóti
svo stóru, að ekki mun menskum mönnum fært að
heQa upp hnullungana, nema margir séu. Grjótið í
vörðunni er klofið, en litt tilhöggvið. Dregur varðan
nafn sitt af þvi, að munnmælasagan segir, að þegar
Grettir sterki Ásmundarson dvaldi i Vatnsfirði hjá
Þor-björgu digru, hafi hann falið sig i vörðunni2). Varðan
er, eða réttara sagt hefir verið, hol innan, en nú er
hún til hálfs fylt af mold, sem fokið hefir i hana, en
meðan það var ekki, hefir maður, bæði hár og digur,
getað falizt í henni. Frá vörðunni er ágætis sýni ofan
yfir fjörðinn og staðinn. Ekki eru munnmælin um
Gretti og vörðuna sennileg, og siður fyrir það, að
tæp-lega er til það hérað í landinu, að ekki eigi það til
örnefni, er kend séu við Gretti. Miklu er það
senni-legra, að varðan sé kagaðarvarða frá Vatnsfirði, og að
spæjari hafi leynzt i henni. Nokkru sunnar á
hjallan-um eru sýndar tvær vörður, sem nefndar eru Bræðra-

1) Fyrri kirkjur i Vatnsfiröi hafa vafalaust snúiö rétt í
austur og vestur. Sanna paö 17 bersýnilega mjög forn leiöi, sem
liggja rétt í austur og vestur, en hin yngri leiði snúa eins og
kirkjurústin.

2) Sbr. Greíllu bls. 117—122 (kap. 52) og Kaalund I,
597-598. Varðan sést á mynd 5.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0478.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free