- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
108

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

108

DÓMIvIRKJAN Á HÓLUM

S.A FN V

því alkunnugt er, að efni og vinna hafa farið, og fara
enn, síhækkandi, en peningaverð silækkandi1). Slikir
útreikningar á hlutföllum milli verðs þá og nú gæti
vafalaust verið efni í stóra og fróðlega ritgjörð, en ekki
er tiltækilegt að fara frekar út i það hér en gjört hefir
verið. Þó að ekki hafi verið tekið nægilegt tillit til
þessa við útreikningana á verðmæti kirknanna hér að
framan, er þó með þvi búið að skapa i öllu, er á ríður,
nægilega ábj’ggilegt yfirlit yfir þetta atriði, að minsta
kosti til bráðabirgða.

í töílu 1 eru taldar 51 kirkja, og eru 18 þeirra úr
Skálholtsbiskupsdæmi, en 33 eru úr Hólabiskupsdæmi.
Gefur taílan gott yfirlit yfir stærð og verð kirkna, frá
minni og minstu kirkjum upp í stærri og stærstu
kirkj-ur. Hægt og gætilega stígur verðið með litlum stökkum,
þar til komið er að kirkjunni á Hrafnagili. Þá er
kom-ið að stærri og veglegri kirkjunum, því að svo segir i
sögu Laurentiusar biskups um sira Jón Koðránsson, að
hann léti «uppsmiða kirkjuna at Hrafnagili með dýrum
kosti«2). Virðing sú á Hrafnagili, er taflan sýnir, er gjörð
1461 eða rúmum 100 árum siðar en sira Jón
Koðráhs-son bygði hana; er það vafalaust sama kirkjan og er
hún metin 38 hdr. Þó að þessi kirkja hafi í þá daga
þótt gjörð með dýrum kost, hefir hún þó hvorki
get-að verið stór eða prýðileg eptir nútiðarskilningi.
Dýr-asta kirkjan i töflunni er virt á 60 hundruð, og sýna

Torfverð IIA, 216-217, 240-241. IIB, 87. IIC, 110. III, 19-20.
IV, 325—326. V, 254—256. VI, 426—427. Naglaverð IV, 286.
Tjöru-verð VII, 451, 530, 581. Kaup bijggingarmeistara III, 211—217, VI,
169—174, VII, 254—264, 322—332. X, 170-174. XI, 424—429.
Verka-mannakaup I, 249, 299, III, 21—22, IV, 339-340. V, 258—259,
263—266, 486—491. VI, 166—168, 433—435, 444—446. VII, 248—252,
316—322, 670-673, 682-686, 700-703, 811—814, 821—825, 834 -839.
VIII, 22—23, 25—29, 31-32. X, 166—169, 431-432, 439—440, 448—
450. XI, 368-369, 378-379, 430—432, XII, 90—92, 94—96.

1) Sem dæmi verðhlutfalla má nefna, að 2’/a hundrað af
þeim 10 hundruðum, sem kirkjan í Reykjarvik var virt á 1505,
var verð pess trjáviðar, er til kirkjunnar fór D. I. VII, 754.

2) B. S. I, 855.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0504.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free