- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
137

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

’ í HJALTADAL

137

verið það. Nú ris spurningin, hvort heldur stokkkirkjur
eða staíkirkjur hafi verið þær trékirkjur, er tíðkuðust á
íslandi. Prófessor Taranger segir1) um eina af elztu
kirkjum hér á landi, kirkjuna (Klemenskirkjuna?) á
Hörgaeyri i Vestmannaeyjum, sem bygð var árið 1000s)
að hún hafi verið stafkirkja, og er auðséð, að hann vill
með þvi sýna, að íslenzkar trékirkjur yfirleitt hafi verið
stafkirkjur. Á öðrum staðnum þar sem getið er um
byggingu þessarar kirkjus) er nefndur laupur hennar,
og byggir Taranger á þessu orði þá skoðun, að kirkjan
hafi verið staíkirkja. En þetta getur með engu móti
stutt þá skoðun, þvi þetta orð þýðir »grind« kirkju
og ekki annað, ekki frekar grind í stafkirkjum en
einhverjum öðrum kirkjum4), og gæti þvi i sjálfu sér

t>ví getur enginn vafi leikið, að rétt sé að draga þá álj’ktun af
■orðinu timburstokkar, sem notað er í sambandi við
Auðunar-stofu, að hún haíi verið stokkhús (þ. e. með stokkunum
hlöðn-um lárétt hvorum ofan á annan, eða lóðrétt hvorum við
annan). Styrkist þetta mjög vel af því, að biskupsstofa sú
hin forna i Kirkjubæ i Færeyjum, sem enn i dag stendur, og
®r frá svipuðum tíma, er alveg með sömu gerð (Aarsb. 1905
bls. 231). Pegar Taranger bls. 69 kemst svo að orði: » . . .
^tokkirker hvori der sandsynligvis ligger udtalt at de var af
"stavkonstruktion hvorom den bekendte Kirke i Greenstead i
’Essex den dag i dag er et talende vidne«, fer haun með
algjör-lega myrkt mál, þvi stokkkirkja með stafkonstruktion er
contra-dictio in adjecto. Brown sýnir i Arts II 39—42 mjög greinilega
fram á að kirkjan i Greenstead sé engin stafkirkja, heldur
stokk-’kirkja með lóðréttum stokkum, og að enskar og frskar trékirkjur
:yflrleitt als ekki hafi stafkirkjur verið, heldur mjög skirar
stokk-kirkjur, og að alt það vanti á þær, er sérkenni stafkirkjurnar
norsku. Sú skoðun Dietrichsons, sem Taranger bls. 249 ff. ræðst
á> að stafkirkjurnar norsku séu af hofunum runnar, virðist þvi
geta haft við rök að styðjast, þó svo að ekki sé talið að hofin
séu afspringir enskra trékirkna. Fett bls. 4 virðist einmitt líka
vera þessarar skoöunar, þar sem hann bendir á, aö útskurðurinn
á stafkirkjunum norsku sé ekki neitt greinilega af irskum uppruna.

1) Taranger bls. 161. 2) B. S. I 20, Fornm. II, 234. 3) Fornm.
II, 234. 4) Þó að pað ekki komi þessu máli beinlínis við, og skipti
heldur litlu, skal bent á, að Taranger á nefndum stað ranglega
«egir, að fimm dagar hafi liðið frá því, að Gizur og Hjalti gengu

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0533.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free