- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
139

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

’ í HJALTADAL

139

er bygð hefir verið á íslandi eptir að kristnir menn
settust hér að1). Er Örlygur fór úr Vestureyjum, gaf
hinn »heilagi« Patrekur biskup honum vigða moíd,
járnklukku, og bók þá er plenarius heitir, svo sem í
vegarnest2). Þar eð statkirkjur voru ókunnar i þeim

1) Erfltt er í raun réttri að skera úr því, hvor muni eldri,
Þessi kirkja eða kirkja sú, er Ketill flflski byggði á Kirkjubæ.
Guðbrandur Vigfússon er í ritgjörð sinni um timatal Safn I,
280 (sbr. Njála cap. 126. línu 14—15) peirrar skoðunar, að
Kirkju-bæjarkirkjan sé eldri. En það virðist þó sennilegast, að þær séu
nokkuð jafngamlar. Pegar landnámsmenn komu hingað fyrst,
fundu þeir hér leifar kristins siðar i landinu, bækur, bagla og
bjöllur (Landnáma bls. 24). Eptir þessu hljóta þeir að hafa haft
kirkjur, er landið bygðu áður. Hafa það ef til vill verið
jarð-kirkjur (neðanjarðar) og hellakirkjur eins og þær, sem kunnar
eru úr Selju og Þelamörk í Noregi (Fett bls. 3)? Eða hafa það
verið ofanjarðarhús? Árið 1905 var sett fram sú skoðun, að
hellar þeir hinir mörgu á Rangárvöllum, sem bersýnilega eru
gjörðir af mannahöndum, en ekki af náttúrunni, myndu vera
leifar iskra klaustra og kirkna í likingu við samskonar
einbúa-skýli og bænhús, sem enn sér leifar af meðfram ströndum írlands
{Fjallkonan XXII, 1905 bls. 161,165. Einar Benediktsson: írabýlin).
Taldir voru 6 hellar (á Ægissiðu, Geldingalæk, Hellnatúni, Árbæ,
Hellum og Paradisarhellir), sem ætlu að vera sliks uppruna.
Skoðun þessi er aðallega bygð á því, að höfundur hennar þykist
hafa lesið áletranir á hellisveggjunum er sanni þetta. Er hann
Þar bersýnilega alveg blindaður af þessari skoðun, sem hann
Þegar áður hefir verið búinn að taka sér og þvi fyrir hvern
naun hefur viljað sanna, enda kemst hann að hinum fáránlegustu
niðurstöðum. En þó reyndar margbúið sé að sanna, að hellar
Þessir í ómuna tið hafa verið hafðir fyrir fjárhús og hlöður
(Á. í. F. F. 1900, bls. 5—7), er lögun sumra þeirra, til dæmis
hellisins á Geldingalæk, ekkert þvi til fyrirstöðu, að þeir hefðu
getað verið kirkjur (1. c.). Pess verður og að geta, að til er
áreiðanlegt dæmi af helliskirkju hér á landi, þó miklu yngra sé
en þetta. Er hér átt við Sóttarhelli á Pórsmörk. Var beinlinis
gjört bænhús úr helli þessum einsog hann var frá náttúrunnar
hendi. Á árunum 1426—1476 var sett í hann altari og þar sungin
naessa (Biskupsannálar Jóns Egilssonar, Safn I 36). Pað er því
engan veginn gefið, að ekki séu til leifar af kirkjum hinna irsku
munka, papanna, þó enn séu þær ekki sýndar og sannaðar. Peirri
sþurningu verður fyrst um sinn að vera ósvarað. 2) Pað er
greiniiegt, að hér getur ekki verið átt við hinn blessaða Pat-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0535.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free