- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
142

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

142

• dómkirkjan a hólum

safn v

myndi það aldrei geta haldið uppi hárri byggingu, nema
með afarstórum grunnfleti

Þetta ber þó ekki að skilja svo, að stafkirkjur hafi
ekki þekst hér á landi. Þó stokkkirkjurnar hafi verið
almennastar trélfirkna hér, eru margir vottar þess, að
stafkirkjur hafi einnig þekst hér frá þvi i fyrstu kristni og
alveg fram að siðaskiptum. Það virðist t. d. varla geta
leikið mikill vafi á því, að kirkja sú, er Þorkell
Eyj-ólfsson ætlaði að gjöra á Helgafelli, og ætlaði að stæla
eptir hinni miklu kirkju hins blessaða ólafs konungs í
Þrándheimi2), hafi átt að verða stafkirkja, þvi
statkirkj-ur voru svo algengar i Noregi, þótt dæmi væru þar
stokkkirkna3), að ætla verður, að kirkja ólafs hafi verið
stafkirkja. Iiirkja sú, sem Gellir sonur Þorkels byggði á
Helgafelli mjög virðulega, að þvi er haft er eptir Arnóri
jarlaskáldi4), ætti og að mega ætla, að hafi verið
staf-kirkja. Enga ályktun virðist hægt að draga af því, að
viður til kirkju hafi verið höggvinn í Noregi, þvi svo
hefur vafalaust verið um langflestar islenzkar trékirkjur,
hvort sem stafkirkjur hafa verið eða stokkkirkjur. Það
segir sig sjálft, að það skipti töluverðu máli, hvort
við-urinn fluttist tilhöggvinn og tegldur, eða óunninn. Væri
hið fyrra, virðist nokkur ástæða til að halda, að kirkjan
hafi getað verið gjörð eptir þarlendu sniði. Viðast hvar eru
frásagnirnar um þetta þó svo óljósar, að ekki verður
séð, hvort viðurinn var unninn eða óunninn, þegar
hann fluttist. Þó virðist það af öllum atvikum, að
við-urinn í kirkju þá, er Þorkell Eyjólfsson ætlaði að reisa
á Helgafelli, hafi verið alunninn og tegldur i Noregi6),
og eins í kirkju þá, er Gizzur og Hjalti reistu á
Hörg-eyri i Vestmannaeyjum, annars hefði varla verið hægt
að reisa laupinn á tveim dögum. En þar eð margar

1) Fett bls. 28 segir að undirgrindur slíkra stðpla hafl verið

jafnlangar breidd kirknanna, og peir opnir að neðan. 2) Laxd.

bls. 272—273. 3) Fett bls.. 15, nefnir 3 og eru þær allar með

láréttum stokkum eins og Kolbeinsáróskirkjan. 4) Laxd. bls. 288.

5) Sbr. samtal hans við Ólaf konung á áðurnefndum stað í

Laxdælu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0538.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free