- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
145

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

’ í HJALTADAL

145

um kórinn, eins og allar stafkirkjur hafa, og á norsku
nefnist »Svalegang«. Er slikur útbúnaður ekki til nema
á stafkirkjum einum og eitt aðaleinkenni þeirra1), og
tekur þetta þvi alveg nf skarið. Þar sem skáspóns í
gólfinu er getið, verður manni að sjálfsögðu hugsað til
stafkirkjunnar. Gólfi hennar er nefnilega svo varið,- að
net af syllum (timbursfokkum) liggur um kirkjuna þvera
og endilanga, og eru feld flett borð inn á milli8). Það
eru bersýnilega þessi borð, sem nefnd eru spónn, og eptir
legunni innan kirkjunnar skáspónn. Á þessum stað sýnist
með spæni átt við fjalir, og er af þeirri ástæðu, þegar
talað er um spón í þakinu, nokkur vafi hvort átt sé
við þak úr sköruðum fjalvið, eða þak úr smáum
skör-uðum trétiglum, en við þá er nú á dögum optast átt
með orðinu spónn. Þess þykir hér getandi, að vorið
1918 stóð i Vatnsfirði gamalt bæjarhús úr torfi með
spónþaki (sköruðum trétiglum), og er slik þekja á
torf-húsi vist fádæmi. Kirkja sú er stóð i Vatnsfirði á undan
steinkirkju þeirri, er þar var byggð fyrir fáum árum,
var einnig með samskonar spónþaki. Þó getur það ef
til vill verið varhuga vert, að setja þetta i samband við
spónþakið á hinni fornu kirkju.

Eptir þessu verður að ætla, að meginið af
islenzk-um trékirkjum hafi verið stokkkirkjur3), en að staf-

1) Kugler II, 570 sbr. 571. í pessu sambandi mætti benda á,
aö oílítið virðist að jafnaði gjört úr öðrum notum af göngum
Þessum, en að þau verji undirgrind kirkjunnar fúa, t. d. sýnast
Þau engu siður hafa geta verið ætluð processium pegar illa
yiðraði, á sama hátt og kórgöng stærstu kirknanna. Enda
viró-ist og Kugler varla telja hina venjulegu fúavarnarskýringu á
út-kyggingum pessum nægja, pvi hann segir (1. c.): »dessen Fuss
(Þ- e. gangsins) ohnehin wiederum einen Schutz gegen die
Ein-^virkung der Niisse hiitte nöthig machen sollen«, og er pað
Stoellin athugasemd. 2) Omrids bls. 32, Fetl bls. 29. 3)
Stokk-kirkjur eru hér nefndar allar pær kirkjur, sem byggðar eru
UPP úr heilum timburstokkum, hvort sera peim er lilaðiö
lá-rettum hvorum ofan á annan i vegginn, eða peir eru hafðir
samsíða uppréttir.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0541.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free