- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
152

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

152

• DÓMKIRKJAN A HÓLUM

SAFN V

1467 er virt á 24 bundruð með forkirkjunni og það
tekið fram, að gjöra skuli »nýtt torf um kirkjuna og
það ábrast forkirkjuna« *), virðist það aptur á móti
liggja beinlinis i orðunum, að kirkjan sé úr torfi, en
forkirkjan úr tré, eptir þvi sem greint er milli umbóta
þeirra, er hvert um sig með þarf’2). Kirkjan i
Hjarðar-holti i Laxárdal er 1463 er metin á 25 hundruð, en
forkirkjan á 5 hundruð3), og virðist liggja i augum
uppi, að hér sé trékirkja 10 álna löng með meira enn
2 álna langri forkirkju, en ekki 25 álna löng toríkirkja
með 5 álna forkirkju. Því ber að vísu ekki að neita,
að i fljótu bragði virðist meiga finna tvo staði, er bendi
til að forkirkjur hafi verið úr torfi, en sé athugað nánar,
reynist það þó ekki. í fyrstu segir i máldaga Vallaness
frá 13974), að síra Oddur Teitsson hafi látið »reisa
forkirkjuna utan« og sýnist það með líkindum merkja
að hann hafi látið hlaða upp að henni torfinu. En það
stendur svo vel á með þessa kirkju, sem er ein af
höf-uðkirkjum landsins, að hún er svo máldögum búin, að
hægt er að sjá á fárra ára fresti hvernig henni hefur
aukist auður og magn5), og er hún þegar árið 1367,
er Oddgeir biskup vigir hana6), orðin svo efnuð, að
harðla litlar likur eru á að hún hafi verið tortkirkja,
en hinsvegar vart hugsandi, að toríforkirkja væri á
timb-urkirkju. Þegar svo þar að auki i máldaganum frá 1541
er getið um stúku á henni, virðast öll tvímæli tekin af
um skilning á ummælunum »að reisa forkirkjuna utan«,

með fáum fjölum, er par voru þá til, virt fj’rir hálft fjórða
hundrað« (D. I. III. 600). 1) D. I. V, 492. 2) Samskonar
skil-greining og þessi er gjörð á viðgjörð á kór og framkirkju
Mika-elskirkju i Bólstaðarhlíð, sem ræðir um i bréfi frá 1388 (D. /■

III, 421-423). Par segir að Dálkur bóndi hafi látið «hlaða torf
um kirkjuna og gjöra að kórnum«. Sést þar glögglega að kirkjan
er úr torfi og kórinn úr tré eins og hér er sýnt fram á að hafi
verið á öllum torfkirkjum, sem svo voru útbúnar. 3) D. I. V, 387.
4) D. I. IV, 207. 5) 1270 D. I. II, 83, 1367 D. I. III, 237, 1397 D. /•

IV, 204, 1419 D. I. IV, 270, 1471 D. I. V, 629, 1491 D. I. VII, 25 og
1541 D. 1. X. 696. 6) D. I. III, 237.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0548.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free