- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
159

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6 ’ í HJALTADAL 159

altarið og kórinn voru i vesturendanum og dyrnar að
austanverðu. Það hefur frá öndverðu verið siður i
kristni að presturinn snúi sér til austurs (upprennandi
sólar, Jerúsalem), þegar hann biðst fyrir opinberlega,
og er svo enn. Fyrir þá sök stóð presturinn, meðan
kórinn enn var að vestanverðu, fyrir aptan altarið, milli
kórgafls og altaris, svo að altarið var milli hans og
safnaðarins, og sneri hann sér þá bæði að söfnuðinum
og í austur1). Enn i dag eru til afarfornar kirkjur bæði
í Róm og Afriku, sem eru með kórinn að vestanverðu,
t. d. Laterankirkjan (Basilica Sancti Joannis in Laterano),
kirkjan i Announa í Algier’), Péturskirkjan (Basilica
Sancti Petri in Vaticano)3) o. fl.4). En eptir daga
Kon-stantins keisara var farið að hafa róðukross á
ölturun-um, og skygði hann á prestinn. Var þá til þess ráðs
gripið, að flytja prestinn fram fyrir altarið, og láta
róð-una standa uppi á sialli, svo hana bæri yfir prestinn.
Stallur þessi (retabulum) er uppruni altaristöflunnar
eins og vér þekkjum hana. Af þessu leiddi að
prestur-inn, þegar altarið nú var fyrir vestan hann, sneri sér til
vesturs þegar hann baðst fyrir, þvert ofan í það, sem
vera átti. Var ’þá það til bragðs tekið, svo að þetta
leiðréttist, að hafa kórinn framvegis austan á
kirkjun-Um, og var þar með alt komið i samt lag. Þessi
breyt-ing, sem nefnd er »orientatio« var gjörð á dögum Boni-

1) Víóa sýna fornar myndir þetta fyrirkomulag. T. d. er á
keisaradalmatikunni í Róm, svonefndri dalmatiku Leos III, sýnd
mynd af Kristi, sem stendur fyrir aptan altari og gefur
læri-sveinum sinum kvöldmáltiðina (Bock II, 202, III, Tafel VII).
Ekki ber fræðimönnum saman um aldur dalmatikunnar. Bock
heldur hana frá lokum 12. aldar eða byrjum 13., en Boisserée
heldur hana frá 8. öld, og sýnist þessi mynd óneitanlega benda

1 þá áttina. 2) Ferguson I, 509. 3) Ferguson History of modern
styles I, 83. Stafar það, að þvi er til Péturskirkjunnar kemur,
af þvi að Péturskirkjan gamla hefur verið bygð svo. 4)
Hæg-lega gæti það vilt menn, að opt sjást í stórborgum kirkjur, sem
ekki snúa í réttar áttir, en optast stafar það af þvi, að
lóðar-rými hefur verið svo háttað, þar sem kirkjan var bygð, að ekki
hefur verið hægt að koma henni rétt fyrir.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0555.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free